Sunnudagur, 24. mars 2019
Kaupþing 2008, WOW 2019
Stjórnvöld létu gabbast 2008 og reyndu að bjarga glötuðum banka, Kaupþingi, með láni. WOW reyndi sama leikinn 2019 en mistókst. Menn læra, líka stjórnvöld.
Fyrirsjáanlegt gjaldþrot WOW er högg, en það þjónar litlum tilgangi að fleygja góðum peningum í botnlausa hít.
WOW gekk vel á meðan vöxtur var í ferðaþjónustunni, rétt eins og Kaupþing var rekstarhæfur banki á meðan fékkst ódýrt lánsfé.
WOW flutti farþega til og frá landinu á undirverði. Ósjálfbær rekstur fer í þrot fyrr heldur en seinna. WOW-thinking er óskhyggja sem þolir ekki dagsljós veruleikans.
Funduðu með ráðgjafa Íslands í hruninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þínum rökum í þessu máli. Þó að eitt flugfélag fari í þrot, eru til nóg af flugfélögum til að fljúga til og frá landinu með ferðamenn.
Nú reynir bara á stjórnvöld, og það kemur í ljós hvort þau falli í sömu gildruna og 2008, þegar síðustu leifarnar af gjaldeyrisforðanum fóru í hítina á Kaupþingi. Og við skulum ekki gleyma því að á þeim tíma var varla til gjaldeyrir til að kaupa lyf til landsins.
Nú er loðnubrestur og ríkið verður af töluverðu fé. Í dag er enginn kostur fyrir stjórnvöld til að taka glannalegar ákvarðanir varðandi gjaldþrota fyrirtæki. Einkafyrirtæki verða að bera ábyrgð á sínum rekstri. En ríkið á að sjá um sína.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 24.3.2019 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.