3. orkupakkinn: Ísland þarf nýja forystu

Þriðji orkupakki ESB snýst um að selja rafmagn yfir landamæri þjóðríkja. Eini tilgangur orkupakkans er að markaðsvæða framleiðslu og sölu rafmagns á evrópska vísu.

Íslensk stjórnvöld reyna að telja okkur trú um að ekkert samhengi er á milli þess að innleiða þriðja orkupakkann og selja rafmagn með sæstreng til Evrópu. En það væri eins og að setja upp umferðaljós án umferðar.

Ísland hefur fengið heildarundanþágur frá reglum ESB um skipaskurði og járnbrautalestir. Hvers vegna fáum við ekki heildarundanþágu frá reglum um sölu rafmagns yfir landamæri? Rökin eru þau sömu; hér eru ekki skipaskurðir, ekki lestir og rafmagn er ekki selt yfir landamæri. Við eigum ekkert erindi í orkustefnu ESB nema ætlunin sé að leggja rafstreng til Evrópu.

Þegar það liggur fyrir að ríkisstjórnin er einbeitt í brotavilja sínum gegn almannahagsmunum er augljóst að landið þarf nýja forystu. 

Ríkisstjórn sem ekki er fær um að annast fjöregg þjóðarinnar, fullveldið, er ekki á vetur setjandi.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að forusta Sjálfstæðisflokksins skuli vera leiðandi í þessu óhæfuverki er niðurlægjandi. Flokkurinn mun skaðast og þeir sem kveðj’ann munu ekki koma til baka. 

Ragnhildur Kolka, 23.3.2019 kl. 10:22

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er rétt sem Páll segir hér á síðu sinni að Ísland vanti forystu.  Það er líka rétt sem Ragnhildur Kolka segir um forystu Sjálfstæðisflokksins. Ekki þætti mér ólíklegt að spá hennar um endur komu þeirra sem fara rættist.  Þá er bara einspurning eftir og hún snýr að því hvað forysta Sjálfstæðisflokksins vill að margir fari?    

Hrólfur Þ Hraundal, 23.3.2019 kl. 11:33

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Lítur út sem stjórnarsamstarfið sé mikilvægast hjá Sjálfstæðisflokki,flokkarnir hafi líklega heitið að halda út kjörtímabilið með öllum ráðum,sem er víst öllu þyngra þegar gagnstæðu pólarnir eiga í hlut. - Fullveldissinnar eru ótrúlega öflugir,hafandi ríkisfjölmiðilinn einráðann um skýringar á öllum málum sem okkur eru kærust,eins og fullveldi íslensku þjóðarinnar afstöðu til innleiðinga EES . Breytum því með samstylltu átaki.    

Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2019 kl. 12:15

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju sér Gulli ekki samhengi milli sæstrengs og innihalds og anda 3. orkupakkans sem er að koma á orkumarkaði yfir landamæri? Af hverju fengum við unanþágu frá járnbrautum þegar við viljum ekki biðja um undanþágu frá raforkupakkanum?

Halldór Jónsson, 23.3.2019 kl. 14:55

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þeir sem eru svo heppnir að fæðast inn í höfðingjaættir og fá góða greind í vöggugjöf fara misvel með gáfurnar. Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson eru til fyrirmyndar í þeim efnum. 

En það breytir ekki því, að margir hafa orðið varir við "grunsamlegar mannaferðir" og í þeim hangir allskonar sölumenn en þá kemur enn og aftur til að kasta almennings sem hefur bestu dómgreindina þegar upp er staðið.

Er ekki bara góð stemning að setja orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu - svona til öryggis? 

Benedikt Halldórsson, 23.3.2019 kl. 16:47

6 Smámynd: Svanur Guðmundsson

En við það að taka okkur út af PCI listanum, setja inn stjórnskipulega fyrirvara og að Alþingi verði fyrst að taka upp og samþykkja sérstaklega tengingu við Evrópu með raforkusæstreng lokum við fyrir vandann við upptöku Orkupakkana. Einnig setjum við ekki í uppnám samningsstöðu okkar vegna EES samningsins.

Svanur Guðmundsson, 24.3.2019 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband