Sunnudagur, 17. mars 2019
Skelfingin: loft- og trúarhiti
Sameinuðu þjóðirnar sögðu fyrir 30 árum - árið 1989 - að um aldamótin 2000 myndi heilu þjóðríkin verða náttúruhamförum að bráð og þurrkast af yfirborði jarðar vegna hækkandi lofthita af mannavöldum.
Fréttastofan AP, sem þykir nokkuð áreiðanleg, flutti hamfaraspásögn Sameinuðu þjóðanna fyrir 30 árum. Aldamótin komu og engar hamfarir urðu vegna lofthita af mannavöldum.
En nú stelur senunni sextán ára gömul sænsk skólastúlka með munninn fyrir neðan nefið og segir ,,Ég vil ekki að þið séuð vongóð, ég vil að þið verðið skelfingu lostin."
Án efa er stúlkan velmeinandi, hugsjónafólk er það yfirleitt. En hún veit ekkert um vísindi og loftslag.
Norskættaði Bandaríkjamaðurinn Ivar Giaever veit sitthvað um vísindi og hefur Nóbelsverðlaun til að sanna það. Á hálftímafyrirlestri afhjúpar Giaever botnlaust rugl þeirra sem halda fram manngerðu veðri.
Loft- og trúarhiti gata farið saman og valdið skelfingu. En þeir sem eru með óbrjálaða dómgreind vita að veðurfar lýtur ekki mannlegri trú eða skelfingu heldur náttúrulegum ferlum.
Ég vil að þið grípið til aðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af orðfæri þessarar sænsku stúlku er augljóst að hún er mötuð af því sem henni ber að segja. Þetta er ekki sjálfsprottið.
Það er óhugnanleg að þessi áróðursbatterí skuli beita fyrir sig börnum til að bergmala trúarsetningar sínar, hvetja til óhlýðni og uppreisnar og fylla þau ástæðulausri skelfingu og kvíða.
Að beita börnum fyrir sig í pólitískum tilgangi er siðleysi af hæsta stigi. En þar sem þetta er nú pólitískt korrekt að bergmála þetta, þá þorir enginn að æmta né gera athugasemdir við þetta. Uppnefnin fyrir þá sem ekki eru á sömu línu eru klár til þöggunnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2019 kl. 19:42
Við þurfum sjálfsagt að bíða í áratugi þar til það verður almennt viðurkennt að gáfaða fólkið féll fyrir mestu svikamyllu í sögu mannkyns - ég er ekki að tala um marxisma og aðrar fjarstæður sem meðalgreindir hafa ekki hugmyndaflug til að deyja og drepa fyrir.
Þegar fólk heyrði fyrst talað um ágiskunina "loftlagsbreytingar af mannavöldum" fengu vísindamenn það vel borgaða hlutverk að "sanna" tilgátu þeirra sem kostuðu rannsóknirnar fyrir hönd skattgreiðanda. Og - "ég vissi það" sögðu þeir sem hötuðu kapítalisma og sáu kærkomið tækifæri til að koma á greindarlegri miðstýringu (einræði).
Trúgirni gáfaða fólksins er gullnáma svikahrappa og hrekkjalóma.
Benedikt Halldórsson, 17.3.2019 kl. 23:34
Flottir! Getum við skapað skammstöfun fyrir Gullnáma svikahrappa og hrekkjalóma,? Sló niður hjá mér,aðrir finna betra -Gullsog-
Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2019 kl. 23:59
Trúgirni gáfaða fólksins í Kaliforníu var slík að það taldi að það tæki því ekki að beisla smálækina og sleppti því að fanga regnvatnið en áður en en "global warming" kenningin sló í gegn komu stundum úrhelli - það var liðin tíð.
En þá gerðust kraftaverk, það rigndi og rigndi eins ekkert hafi i skorist og vatnið rann ekki bara óbeislað til sjávar, heldur olli það gríðarlegri eyðileggingu.
Hvað varð um norðurleiðina? Ég er ekki tala um rútuna til Akureyrar. Hvað hét hún aftur? Norðuríshafsleiðin?
Benedikt Halldórsson, 18.3.2019 kl. 00:10
Góð hugmynd Helga :)
Benedikt Halldórsson, 18.3.2019 kl. 00:11
Gullsog er nokkuð gott.
Haukur Árnason, 18.3.2019 kl. 01:21
Okkur er talin trú um að börnin skrópi í skólanum til að mótmæla. Staðreyndin er að þeim er veitt frí gegn því skilyrði að mæta til mótmælaaðgerða.
Og hvaðan hafa síðan þessi börn sína visku? Ekki lesa þau greinar loftlagsfræðing, vítt um heiminn og mynda sér sjálfstæðar skoðanir. Nei, megin áhrifavaldur barna er kennari þeirra. Hann hefur vald til að heilaþvo þau.
Það sem sagt er á heimilum barna ristir grunnt og fá fylgjast með falsfréttum fjölmiðla. Skólinn og kennarinn myndar hugsun barna. Það er ekki fyrr en þau hafa lokið námi sem hin eiginlega sjálfstæða hugsun fer að blómstra, hjá sumum. Aðrir lifa allt sitt líf við það sem þau voru uppfrædd um í æsku.
Gunnar Heiðarsson, 18.3.2019 kl. 07:13
Ekki þykist ég vita hvort hitastig á jörðinni fer hækkandi af mannavöldum eða öðrum atburðum. Hér skrifa menn eins og þeir hafi eitthvað vit á loftlagsvísindum sem ég er viss um að þeuir hafi ekki. Það má alveg velja sér lesefni sem segir manni það sem maður vill að það segji sér.
Eitt veit ég og það vitið þið líka, það vita allir. Maðurinn fer illa með jörðina og er að eyðileggja hana og hitastig fer hækkandi sem skapar mikið vesen. Eruð þið með lausnina strákar ? Vitið þið meira um þetta mál en prófesorinn sem var í Silfri Egils núna á sunnudaginn ?
Baldinn, 18.3.2019 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.