Helgi Hrafn talar fyrir Miðflokkinn

Píratinn Helgi Hrafn biður kjósendur Sjálfstæðisflokksins að snúa sér annað.

Miðflokkurinn er næsti bær kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

Simmi hlýtur að eiga inni stóran greiða hjá Helga Hrafni.


mbl.is „Hann verður að fá pásu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekki veit ég hvað Helgi Hrafn meinar, en við fengum að sjá að Píratar þurftu ekki heilt kjörtímabil í borgarstjórn til að sýna veikleikann fyrir spillingu.

Ragnhildur Kolka, 16.3.2019 kl. 16:24

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Páll kemur út úr skápnum og frú Kolka fattar ekki neitttongue-out

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.3.2019 kl. 16:54

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jóhannes kynnir sig sem áhugamann um spillingi,hefur því úr ærnu að moða hjá Pírötum flestir kæmust ekki yfir meira.

Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2019 kl. 18:54

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vandinn er ekki stjórnmálaflokkarnir, vandinn eru völdin. Fáir hafa það sem þarf til að höndla völd.

Það má alveg skoða hvernig stjórnmálamenn hafa farið með völd, þegar þeir komast yfir þau. Þar er fátt um fína drætti og eru píratar þar engin undantekning.

Þeirra einkennisorð er gagnsæi. Hvernig hafa þeir staðið sig á því sviði? Ekki hefur enn reynt á það varðandi landsstjórnina, en í hreppapólitíkinni er til mælikvarði á þeirra störf, þ.e. í borgarstjórn Reykjavíkur.

Á síðasta kjörtímabili voru píratar þar í meirihluta. Stofnað var sérstakt embætti sem sjá átti um þann málaflokk sem þeir stæra sig af, gagnsæi. Fyrir því embætti fór fulltrúi pírata og við sjáum nú árangurinn. Nær látlausar fréttir af því að innan Reykjavíkurborgar hafi farið fram meiriháttar feluleikur þar sem fjármagni var sóað á báða bóga, allt síðasta kjörtímabil.

Nú á þessu kjörtímabili eru píratar enn í meirihluta. Helsta verkefni fulltrúa þeirra þar til þessa, hefur verið að reyna að réttlæta sukkið sem fram fór á síðasta kjörtímabili og þagga niður allt sem kalla mætti tilraunir til opinberunnar. Auk þess verður ekki annað séð en að sami feluleikurinn og sukkið sé stundað af kappi innan borgarstjórnar, með dyggri hjálp fulltrúa pírata.

Menn eru duglegir við að kasta steinum í glerhúsi!

Gunnar Heiðarsson, 17.3.2019 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband