Kapítalismi og sósíalismi gegn þjóðhyggju

Óli Björn skrifar um hægri og vinstri og segir margt spaklegt. Vandinn við tvískiptingu stjórnmála í kapítalisma og sósíalisma er að breitt er yfir alþjóðahyggjuna sem sameinar marga hægri- og vinstrimenn. Í leiðinni er úthýst sterkasta stjórnmálaafli síðustu ára, þjóðhyggjunni.

Brexit og kjör Trump er uppreisn þjóðhyggju gegn alþjóðavæðingu. Pútín í Rússlandi heldur völdum með þjóðhyggju að vopni, Erdógan í Tyrklandi boðar tyrknesk-múslímska þjóðhyggju. Þeir flokkar í Evrópu sem hraðast vaxa eru þjóðhyggjuflokkar.

Þjóðhyggja er máttugt afl á Íslandi; flokkur Óla Björns kennir sig við sjálfstæði. Andlegir feður Vinstri grænna, t.d. Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason, voru fyrst þjóðhyggjumenn en þar á eftir alþjóðasinnar.

Andófið gegn þriðja orkupakkanum er þjóðhyggjan holdi klædd gegn markaðsvæddri alþjóðahyggju.

Þjóðhyggja svarar þeirri frumþörf mannsins að eiga samfélag með sínum líkum. Tungumál, saga, menning og siðir sameina fólk. Alþjóðahyggja er aftur aukaafurð, viðskiptahagsmunir hjá hægrimönnum en trúarbrögð hjá vinstrimönnum. 

Vandi stjórnmála síðustu áratuga er ekki síst sá að þjóðhyggjunni var sópað undir teppið, bæði af vinstrimönnum og hægrimönnum, sem boðuðu alþjóðahyggju sem töfralausn. Hún er það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

 Afskipti mannréttindadómstólsins af réttarfari hér m.a. undir þeim formerkjum að setja þurfi fordæmi (lesist pólitískur dómur) í Evrópu virðist einmitt vera dæmi um aðför alþjóðakratisma gegn þjóðhyggju. En um leið aðför kerfismennskunnar að kjörnum fulltrúum sem munu líklega á endanum hætta að þora að taka sjálfstæðar ákvarðanir. 

Það má segja að nú sé Brussel veldið að tyfta íslenska stjórnmálamenn og gera sæmilega kassavana áður en upp verði tekinn sá siður að öll lög hérlend skuli fyrst fá samþykki í Brussel!

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 13.3.2019 kl. 12:50

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Öll þessi hugmyndafræði getur virkað í sama landinu eins og hún gerir á Íslandi.

Við viljum þjóðhyggju í merkingunni að við viljum ekki í esb.

Hér á landi er markaðshagkerfi tengt öllum viðskiptum

og það hlýtur síðan að vera jákvætt að hér sé  stefnt að meiri JÖFNUÐUI  

öllum íslendingum til góða.

Það er ekkert að því að tileinka sér það besta frá öðrum löndum

ef að nýtist vel hér á landi; en það þarf að greina kjarnann frá hisminu.

Jón Þórhallsson, 13.3.2019 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband