Föstudagur, 8. mars 2019
Konur sem fórnarlömb er þreytt klisja
Konur eru ekki fórnarlömb. Forsætisráðherra er kona, tveir af þrem bankastjórum landsins eru konur, biskup er kona, konur ráða menntakerfinu og stærstum hluta heilbrigðiskerfisins.
Femínistar nota konur sem fórnarlömb í valdsókn sem á ekkert skylt við jafnrétti. Femínistar vekja athygli á fáeinum sviðum þar sem konur eru ekki allsráðandi til að skapa sér sóknarfæri.
Hvers vegna er t.d. ekki vakin athygli á því að innan við 1% flugvirkja er konur? Jú, femínistum finnst flugvirkjun ómerkileg.
Konur nenna ekki að vinna jafn lengi og karlar. Þær eru að jafnaði 35 stundir í viku í vinnunni en karlar 43. Af því leiðir eru karlar oftar yfirmenn en konur.
Bábiljan um konur sem fórnarlömb er eins og hvert annað hindurvitni úr fortíð.
Tekjur kvenna 72% af tekjum karla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Konur nenna ekki að vinna jafn lengi og karlar. Þær eru að jafnaði 35 stundir í viku í vinnunni en karlar 43. Af því leiðir eru karlar oftar yfirmenn en konur.
Bull. Konur á vinnumarkaði eiga jafnframt fjölskyldur sem þarf að sinna. Svo að til viðbótar 8-10 klst vinnuframlagi við að afla heimilinu tekna þá kemur 4-5 klst ólaunað vinnuframlag við að starfrækja þessa stofnun sem fjölskyldan er í nútíma þjóðfélagi. Viðhorf pistlahöfunds er svo fullt af kvenfyrirlitningu að ætla mætti að hann sé einræktað afbriðgði karlrembufasista 20. aldar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.3.2019 kl. 10:17
Strákar hafa meðfæddan áhuga á stafrænum myndavélum og tölvum og stelpur hafa meðfæddan áhuga á snyrtivörum og fötum. Verslanir og fyrirtæki endurspegla áhugann, ekki öfugt. Það er ekki hægt að búa til áhuga sem ekki á sér stoð í okkur. Hinn stjórnsami og valdamikli jafnréttisiðnaðurinn gefur sér hinsvegar, að mismunandi áhugi kynjanna sé lærð hegðun sem þurfi að leiðrétta með handafli. Það er ávísun á alræði elítu. Allar elítur á öllum tímum, hafa ómótstæðilega fíkn til að ráðskast með fólk. Rök og tölulegar staðreyndir breyta ekki valdafíkninni.
Í upphafið var "jafnréttið" hvetjandi og skilaboðinn skýr - konur og karlar eiga ekki að vera föst í fyrirframákveðnu kynjahlutverkum - ef þau vilja það ekki. Það var góður punktur. En þá kom babb í bátinn - konur hafa lítinn sem engan áhuga - að meðaltali - á mundavélagræjum sem skýrir "rýran" hlut kvenna í kvikmyndagerð og karlar hafa - að meðaltali - nær engan áhuga á snyrtivörum sem skýrir hvers vegna þeir eru nær allir ómálaðir og svona er hægt að þylja fram á næsta dag, ólíkan áhuga kynjanna - að meðaltali.
Þá var bara því sem hendi var næst kennt um, aðallega kapítalisma og sölumennsku. Markaðurinn fékk hlutverk djöfulsins sem vélaði karla og konur út úr jafnréttisparadísinni þar sem konur og karlar voru sköpuð af femínistum nákvæmlega eins. Allar þjóðir og öll menning skyldi líka vera ein og sú sama í grunnin en allt sem út af ber - var vegna ofbeldis og ofríki hinna valdamiklu hvítu karla sem þarf að ofsækja og refsa.
Benedikt Halldórsson, 8.3.2019 kl. 14:33
Yfirgnæfandi meirihluti rithöfunda, prófessora, blaðamenna, listamanna og stjórnmalamanna á Íslandi fara ekki gegn hinu heilaga femíníska faðirvori, á sama hátt og nær allir Íslendingar voru trúaðir eða áttu sína barnatrú - í den.
Nú þykir góð ógæfufæla að ganga til femínísks altaris og læra kórrétt vers í ritningunni áður en sótt er um listamannalaun eða vinnu hjá hinu opinbera.
Einnig er vinsæl ógæfufæla að tala um "framferði Ísraels" en forðast að segja eitthvað neikvætt um Hamas.
Jafnréttisiðnaðurinn verður æ voldugri en allt sem er ekki eins og í Paradís femínista er körlum að kenna, Ísrael, markaðinum en ALDREI konum eða öðrum handvöldum fórnarlömbum.
Og það eru engin takmörk fyrir ofsóknaræðinu sem "öðrum að kenna" heimspekin leiðir af sér.
Benedikt Halldórsson, 8.3.2019 kl. 16:46
Nú er verkfall en engin veit af hverju. Konurnar sem vinna á hótelum eru víst svo þreyttar og leiðar og sumar finna fyrir sársauka. En það sem slær alltaf i gegn er að benda á sökudólgana, hvítu (ríku) karlana. Ef ekki væri fyrir þá væri engin líf kvenna miklu betrs
Af vísi. Elísabet (Jókulsdóttir) segir að ástæðan fyrir því að það þyki glæpsamlegt að vera fátækur á Íslandi og að ræða það opinskátt sé vegna þess að þá komist upp um „hina raunverulegu glæpamenn“ sem hafi nú í frammi „dapurlegan kór“ og hræðsluáróður um verkfall kvenna í láglaunastétt.
Hvað skal gera við glæpamenn?
Benedikt Halldórsson, 8.3.2019 kl. 17:16
Allar hreyfingar sem höfða til "þetta er þeim að kenna" eru stórhættulegar. Þær höfða til fólks sem tekur ekki ábyrgð og kennir öðrum um allt sem aflaga fer í lífi sínu.
Benedikt Halldórsson, 8.3.2019 kl. 17:39
Innleggið frá Laxdalnum hinum óskeikula er dæmigert fyrir fórnarlambs stöðuna sem konur eru stöðugt settar í. Samkvæmt Laxdal þá er hin mesta kvennfyfirlitning og karlremba af Páli að átta sig ekki á þvi að konur þurfa að sinna heimili og börnum að vinnu lokinni. Ég satt að segja veit ekki í hvaða forneskju Laxdal lifir í. Á mínu heimili og flestra sem ég þekki er framlag karlsins allavega jafn mikið á heimilinu. Nú veit ég hvort Laxdal sé giftur eða í sambúð en ef svo er þá spyr ég Laxdal: "sér konan um þig, dregur af þér skóna þegar þú kemur heim og dúðar þig í hegindastólinn fyrir framan sjónvarpið"? eða tekur Laxdal einhvern þátt í heimilishaldinu?
Stefán Örn Valdimarsson, 8.3.2019 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.