Verkfallsfrí Eflingar

Síðdegis í gær var settur upp miði á skrifstofu Eflingar á Guðrúnartúni. Á miðanum stóð að starfsfólki væri gefið frí í dag í tilefni verkfalla.

Sósíalistarnir í forystu Eflingar eru í hátíðarskapi; þeir stefndu að verkföllum og fengu þau. 

Efling misbeitir verkfallsvopninu í þágu pólitískrar hugmyndafræði Pólitísk verkföll kalla beinlínis á að þau séu brotin á bak aftur með öllum tiltækum ráðum. 


mbl.is Efling segir áform uppi um verkfallsbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sólveig Anna lætur þess ógetið að hún sé byltingarsinnaður Marxisti af eldgamla skólanum, þegar hún sendir pólskum konum propaganda sem koma til landsins vegna launa eru margfalt betri á Íslandi en í Póllandi. Pólverjar eru smátt og smátt að ná sér eftir sömu hörmungarróttækni og Sólveig boðar. 

Benedikt Halldórsson, 8.3.2019 kl. 09:20

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Staðreyndir:  SA neitar að koma til móts við eðlilegar kröfur um hækkanir lægstu launa. Starfsfólk er núna búið að vinna í 9 vikur án samninga!  Engar samningaviðræður eru milli deiluaðila.  Verkfall er eina löglega vopn verkafólks í baráttunni fyrir mannsæmandi kjörum. Annað hvort notar fólk það eða sættir sig við þau laun og aðbúnað sem vinnuveitandinn ákveður.  

Síðuhafi og höfundur pistilsins er rasisti sem finnst eðlilegt að útlendingar vinni á lakari kjörum en íslendingar. Hið inngróna hatur á sósialisma er svo bara fötlun sem engin bót er til við.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.3.2019 kl. 10:07

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sólveig Anna hefur engan áhuga á öðru fólki, hvað þá pólverjum. Hún notar fólk til að fá útrás fyrir hatur sitt, sem hún klæðir slagorðum og bulli sem engin innistaða er fyrir. 

En hver stendur á bakvið hana og yfirtöku róttæka sumarháskólans á Eflingu? Það meikar ekki sens að ýmsir hópar og fjölmiðlar sem voru stofnaðir eftir hrun, standa bökum saman eins og herdeild í ýmsum málum t.d. gagnvart Ísrael. Það er ekki bara að menn séu neikvæðir í garð Ísraels heldur er afstaðan samhljóða eins og lesinn texti á blaði. Menn gagnrýna "framferði Ísraels" 315 sinnum á google, "framferði Ísraelsstjórnar" 261 sinnum, en aðeins 9 sinnum "framferði Hamas", en það er aðeins neikvæð umfjöllun um Hamas. 

Þetta er í fyrsta skipti í sögunni þar sem vinstrarófið á ekki innbyrðis deilum um öll mál. Hvað gerðist? Fyrir 40 árum voru vinstri menn í skemmtilegum illdeilum um ALLT og marxistar skiptust í allskonar fylkingar og sitt sýndist hverjum. 

Það er með ólíkindum að róttækur sumarháskóli skyldi ná völdum í Eflingu bara eins og ekkert væri sjálfsagðara - án pólitísks umboðs. Róttæki sumarháskólinn hefði ekki náð völdum án víðtæks stuðnings á einn eða annan hátt. Ég sé ekki í anda einhverja sérviskulega marxíska sellu ná völdum í Dagsbrún fyrir 45 árum. Þá hefði venjulegir vinstri menn ekki lesið texta af blaði heldur öskrað með hjartanu í mótmælaskini. 

Benedikt Halldórsson, 8.3.2019 kl. 13:31

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

P.S.

Málið er mér hugleikið. Var Dagbrúnarfélagi í mörg ár. Ég var sjálfur marxisti og málaði herbergið mitt blóðrautt. Var með tvö plaköt, eitt var af Karli Marx og Che Guevara.

Benedikt Halldórsson, 8.3.2019 kl. 13:40

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Skrifaði hér að ofan.... "aðeins 9 sinnum um "framferði Hamas", en það er aðeins neikvæð umfjöllun um Hamas."

Átti að vera.... "aðeins 9 sinnum um "framferði Hamas", en það er eðins ein neikvæðu umfjöllum um Hamas."

Benedikt Halldórsson, 8.3.2019 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband