90% launþega í klóm öfgamanna

Öfgafólk náði undir sig verkalýðsfélögum þar sem kosningaþátttaka er um tíu prósent. Til að knýja fram verkföll þar heldur ekki meira en tíu prósent virkni.

Öfgafólkið nær þessari stöðu vegna úreltra laga um skylduaðild að verkalýðsfélögum. Atvinnurekendur innheimta félagsgjöld af launþegum í sjóði verkalýðsfélaga. 

90 prósent launþega eiga betra skilið en að öfgafólk sýsli með lífskjör þess og atvinnuöryggi.

Breyta þarf úreltum lögum og fyrirkomulagi á vinnumarkaði þannig að launþegar eigi valkosti um hvernig félögum þeir vilji tilheyra.


mbl.is Hópum beint til erlends rútufyrirtækis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þögn er sama og samþykki - er það ekki?

Kolbrún Hilmars, 2.3.2019 kl. 18:05

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Öfgafólk á það oft sameiginlegt að vilja stjórna samfélaginu að hætti mömmu og pabba. Það vottar ekki fyrir efasemdum um eigið ágæti þegar kemur að því að stjórna öðru fólki af festu, umhyggju og kærleika sem þau sjálf fóru á mis við í æsku. Öfgafólkið laðast að marxisma og fasisma.

Þegar efnileg "einræðisherraefni" halda fund eru naflar alheimsins jafn margir og fundargestirnir. "Samstaða" merkir "samstaða með mér". 

Það þarf að bregðast við nöflum alheimsins með alvöru lýðræði þar sem engin nær kosningu nema með stuðningi meirihluta félagsmanna. 

Benedikt Halldórsson, 2.3.2019 kl. 21:14

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Þetta er mjög almennt orðað hjá þér. Til þess að við leikmenn skljum hvað þú átt við með þessu innleggi, vinsamlegast komdu með dæmi.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.3.2019 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband