VR og Efling drepa WOW

WOW átti ekki fyrir launum starfsfólks um mánaðarmótin og varð að selja flugsæti á brunaútsölu með 30 prósent afslætti. Skæruverkföll VR og Eflingar ríða WOW að fullu enda verður afturkippur í eftirspurn Íslandsferða um leið og útlönd frétta af verkföllum.

Um leið og VR og Efling kippa fótunum undan ferðaþjónustunni fækkar störfum og atvinnuleysi blasir við fjölda fólks.

Sósíalistum í VR og Eflingu er slétt sama um afkomu launafólks. Það er pólitíkin sem er aðalmálið hjá forystu VR og Eflingu. Uppskriftin er þessi: á eftir eymd og óeirðum kemur byltingin.

 


mbl.is VR boðar verkfall á 20 hótelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Katrín Jak og Bjarni Ben bera fulla ábyrgð á því ástandi sem er að skapast. Tilboð SA og ríkisins var einfald hlægilegt.

Helgi Rúnar Jónsson, 1.3.2019 kl. 12:45

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þú ert ekki í lagi Páll Vilhjálmsson.

Ragna Birgisdóttir, 1.3.2019 kl. 12:57

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

WOW, er áhættusamt flugfélag ... þegar flugmennirnir eru svo óreyndir, að véling svigar með miklu afli fram og aftur við lendingu eða flugtak, þá er bara hársbreidd milli lífs og leiða í málinu.

Slíkt flugfélag, sem byggir allt sitt á að vera með "of" óreynda menn við vinnu, er hæpið að gráta þó fari.

Örn Einar Hansen, 1.3.2019 kl. 17:16

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég held að þetta sé rangr hjá þér Bjarne,mikið er þá af þessum óreyndu þegar meira að segja ég upplifi þennan lendingahnikk og allmargir sem fljúga oft í viku. Líklega eru íslansku flugmennirnir tekniskari að snúa upp á vindinn heldur en þeir erlendu. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2019 kl. 18:51

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ath. hef aldrei flogið með WOW.

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2019 kl. 18:53

6 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll

Eru menn hér að reyna viðhalda þessari græðisvæðingu fyrirtækjanna með þessum líka nirfilshugsunarhætti, á sem sagt að reyna halda þessum 220 til 260 þúsund kr. mánaðarlaunum algjörlega niðri?

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 2.3.2019 kl. 09:26

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef eitthvað flugfélag getur ekki starfað án þess að stórum hópum fólks sé haldið undir hungurmörkum, þá er viðskiptalíkanið gallað og því geta engir aðrir en atvinnurekendurnir sjálfir borið ábyrgð á. Launþegar og hreyfingar þeirra hanna ekki viðskiptalíkön fyrirtækja.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2019 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband