Sunnudagur, 24. febrúar 2019
Pólitík dulbúin sem kjarabarátta
Forystumenn stærstu verkalýðsfélaganna, VR og Eflingar, eru stunda pólitík í dulbúningi kjarabaráttu. Ragnar Þór í VR reynir innflutning á mótmælum gulvestunga frá Frakklandi og Sólveig Anna í Eflingu boðar sósíalisma.
Mótmæli gulvestunga og sósíalismi er hrein og klár pólitík, ekki kjarabarátta.
Ragnar Þór og Sólveig Anna ættu að gera þjóðinni greiða og hasla sér völl á réttum vettvangi, í stjórnmálum, í stað þess að sigla undir fölsku flaggi og þykjast ætla að breyta Íslandi með óeirðum á vinnumarkaði.
Óþægileg tilfinning um átök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er sáttatóninn fyrir kjaramaningum að finna á miðlinum www.midjan.is?
"Hjálpargögnin sem eru við landamæri Venesúela og Kólumbíu nú eru að viðlíka verðmæti, dropi við hliðina á þeim verðmætum sem viljugar þjóðir halda frá Venesúela. Nú þekki ég Maduro ekki neitt, en ég þekki til haukanna í Washington. Það er ekki hægt að finna hræsnisfyllra ofbeldispakk í víðri veröld, þetta er sá hópur núlifandi manna sem hefur flest mannslíf á samviskunni og mesta eymd meðal fólks.
Það er ómögulegt að nokkur heiðvirð manneskja taki þátt í leik þeirra, sem ætíð er háður í þágu auðkýfinga í Bandaríkjunum en snýst aldrei nokkurn tímann um mannúð, lýðræði og frelsi. Þetta er pakk sem telur sig hafa rétt til að myrða, pynta, kúga og svelta alla sem hentar þeim hverju sinni; algjörlega ærulaust fólk, sannkallað skítapakk."
Hvernig yrði heimurinn ef þessir Egilssynir kæmust til valda og áhrifa? Svipað hugarfar og hjá Adolf nokkrum eftir fyrri heimstyrjöldina? Hefna alls sem á hafði hallast?
Halldór Jónsson, 24.2.2019 kl. 14:10
Sæll, þetta finnst mér undarlegt blogg. Þú notar orðið "pólitík" sem þýðir stjórnmál. Vissulega nota verkalýðsleiðtogar ákveðinn stjórnunarstíl í sinni baráttu fyrir verkalýðinn. Og það er ekki þar með sagt að þau ættu að vera kjörnir aðilar á Alþingi.
Af hverju voru stéttarfélögin stofnuð á sínum tíma? Ertu nokkuð búinn að gleyma því? Verkalýðurinn, vinnuaflið: stéttarfélögin eiga að standa að baki þessa fólks, og gera kröfu til kjörinna fulltrúa í "pólitík" að veita þeim mannsæmandi kjör, sem eru því miður ekki fyrir hendi í dag.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 24.2.2019 kl. 21:37
Undarlegt þegar VR beitir sömu sundrungaraðferðum og Rússar í USA.
Júlíus Valsson, 24.2.2019 kl. 22:40
Ég vil ekki gera lítið úr kjarabaráttu láglaunahópa. En Ragnar er eiginlega á mörkunum að vera þar í forsvari. Með útgreidd meðallaun sinna félagsmanna í rúmum 700.000 kr.
Þar er Sólveig kannski frekar stödd.
En "body language", eða öllu heldur andlitstjáning þeirra tveggja, þegar slitnaði uppúr viðræðum var "of" æpandi. Þau brostu og svipurinn lýsti óþreyju og eftirvæntingu. Villi skagamaður varð hinsvegar fúll og gekk út. Ekki sama óþreyjan eftir verkföllum þar, allavega á þessum tímapunkti.
P.Valdimar Guðjónsson, 24.2.2019 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.