Sunnudagur, 24. febrúar 2019
Hatur í Chicago, hungur í Reykjavík
Fórnarlömb fá samúð, því meiri sem þau eru verr leikin. Samúð er hægt græða á, bæði peninga og pólitísk áhrif. Leikarinn í Chicago, sá er sviðsetti hatursglæp gegn sjálfum sér, notaði sama áróðursbragð og sósíalistar í Reykjavík sem efndu til hungurgöngu.
Fáeinir tugir mættu í hungurgöngu sósíalista. Allir voru vel haldnir og í skjólgóðum fatnaði. Hungrið og fátæktin er ekki efnisleg heldur andleg.
Sósíalistarnir sem boðuðu til hungurgöngunnar leika sér að tilfinningum fólks til að vekja samúð. Alveg eins og ósvífni bandaríski leikarinn sem þóttist verða fyrir hatursglæp.
Hungur og fátækt er ekki til á Íslandi. Aftur er nóg til af endalausri frekju fólks sem krefst framfærslu en nennir ekki að dýfa hendi í kalt vatn.
Sígildur marxismi kennir að fólk eigi að vinna eftir getu og fá umbun eftir þörfum. Sósíalistar á Íslandi boða frekju og tilætlunarsemi: gerðu kröfur á alla aðra en sjálfan þig. Og leiktu fórnarlamb, það gefur bæði vel í aðra hönd og er vís leið til pólitískra áhrifa.
Grefur undan trúverðugleika annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.