Laugardagur, 23. febrúar 2019
Verkföll búa ekki til verðmæti
Sósíalistar í verkó herja á ferðaþjónustuna, sem getur ekki velt auknum launakostnaði út í verðlagi. Alþjóðleg samkeppni veitir aðhald. Ferðmenn hætta einfaldlega að koma. Afleiðingin er færri störf og verr borguð.
Hótun um verkfall er nóg til að ferðaþjónustan skaðist. Ferðaheildsalar veigra sér við að kaupa gistingu og aðra þjónustu þegar verkföll eru yfirvofandi.
Mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu eru lítil fjölskyldufyrirtæki. Þau verða fyrst til að leggja upp laupana þegar lamandi hönd sósíalískra verkfalla leggst yfir atvinnulífið.
Sem mest tjón á sem skemmstum tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæti það verið allra LAUSN ef að útboðs-kerfið væri tekið upp
tengt öllum störfum?
https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2230348/
Jón Þórhallsson, 23.2.2019 kl. 15:13
Til þess að búa til eggjaköku verður fyrst að brjóta eggin.
Til þess að koma á byltingu verður fyrst að búa til alvöru öreigastétt, stóra hópa örvinglaðs fólks sem skrimtir á atvinnuleysisbótum og á vart til hnífs og skeiðar.
Þess vegna er ráðist gegn ferðaþjónustunni. Það er líklegast til að hafa skjót og mjög neikvæð áhrif á efnahagslífið og hrekja sem flest láglaunafólk út á guð og gaddinn. Því það verður þetta fólk sem missir vinnuna. Ekki hinir betur settu.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2019 kl. 15:30
Ferðaþjónustan er sennilega sú grein sem mest svíkur undan skatti og sem mest níðist á sínu skammtímavinnuafli fyrir utan verktakabransann. Ferðaþjónustan með sína bókanir á netinu og greiðslu í gjaldeyri sem ekki þarf að standa skil á er verðugt skotmark verkalýðs í baráttu fyrir sanngjörnum launum. Ferðaþjónustan sem er eins og æxli á þjóðarlíkamanum. Notar innviðina og hórast á náttúrunni án þess að greiða fyrir afnotin, henni er ekki vorkunn að segja sig úr SA og ganga að kröfum Eflingar helst í gær. Þetta væl í Jóhannesi útskírara er bara væl, Kjaftæði án innistæðu. Það geta allir sagt að dregið hafi úr bókunum án þess að þurfa að standa við það.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.2.2019 kl. 15:48
Ferðaþjónusta skilar afar miklum tekjum í þjóðarbúið. Að kalla hana æxli á þjóðarlíkamanum er ekki bara vanhugsað. Það er einfaldlega idíótískt.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2019 kl. 21:37
Ef ferðaþjónustan væri slíkur stórgróðaatvinnuvegur sem mér er sagt hún sé, hvers vegna eru þá öll störf við hana láglauna?
Ásgrímur Hartmannsson, 24.2.2019 kl. 12:32
Ferðaþjónusta er alls staðar og hefur ávallt verið láglaunagrein. Það breytir engu um það að það er hún sem kom okkur upp úr kreppunni og að hún skilar miklum gjaldeyristekjum.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.2.2019 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.