Sanngjörn laun og markaðurinn

Meðallaun í landinu eru um 700 þús. kr. á mánuði. Þingmenn eru með um tvöföld mánaðarlaun, ráðherrar þreföld og bankastjóri Landsbankans fimmföld.

Hvað eru sanngjörn laun? Ef svarið er að þau laun sem markaðurinn greiðir séu sanngjörn þá eru meðallaunin sanngjörn, um 700 þús. kr.

Bankastjórar starfa ekki á markaði, þeir eru aðeins þrír, þar af tveir sem starfa hjá ríkisbanka.

Laun þingmanna, sem margfeldi af meðallaunum eru ekki ósanngjörn og heldur ekki ráðherra. Fimmföld meðallaun bankastjóra eru aftur farin að hljóma eins og sanngirni komi lítið við sögu - fremur fákeppni og hugsun kennd við,,ég-á-það-ég-má-það".

 


mbl.is Telur launin hófleg og ekki leiðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað eru sanngjörn laun? 

Þessarri spurningu verður sennilega aldrei svarað fyrr að að tekið verði upp ÚTBOÐSKERFI í öllum þessum málum.

Þar sem að látið er á það reyna hvað fólk vilji fá mikið fyrir að sinna fyrirfram skilgreindu starfi með því að það skili inn tilboðum í lokuðum umslögum og RÍKIÐ myndi síðan vega og meta hæfni viðkomandi og síðan launakröfur.

Þannig yrði komið á JAFNVÆGI  í þessum málum með einföldum hætti.

Jón Þórhallsson, 19.2.2019 kl. 12:46

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að 100 atvinnulausir viðskiptafræðingar myndu t.d. sækja um bankastjórastöðu Landbankans með því að skila inn tilboði í lokuðu umslagi að þá mætti hugsanlega lækka þessi ofurlaun mikið með eðlilegri samkeppni.

Jón Þórhallsson, 19.2.2019 kl. 13:20

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Meðallaun", eru menn virkilega svo "tæpir" að tala ennþá um meðallaun, þegar laun rokka á bilinu 300.000 krónum og upp í 5.000.000 króna.  Þetta tal um meðallaun er ekkert annað en lélegir brandari.... cool

Jóhann Elíasson, 19.2.2019 kl. 14:25

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Miðgildi heildarlauns 2017 var 618.000 krónur. Það eru þau laun sem flestir eru með.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.2.2019 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband