Fangelsisbætur bankastjóra Landsbanka - fyrirfram

Auðmaðurinn Jón Ásgeir á Fréttablaðið. Í viðskiptablaðhluta útgáfunnar í dag er kauphækkun bankastjóra Landsbankans rædd. Þar segir

Stjórnendur hafa undanfarinn áratug fengið áralanga fangelsisdóma í bunkum fyrir ákvarðanir sem þeir tóku við störf sín. Í sumum tilfellum virðist þunn lína milli þess hvort verið sé að refsa þeim fyrir efnahagsglæpi, eða einfaldlega slæmar viðskiptaákvarðanir, sem jafnvel hafa verið teknar undir fordæmalausri pressu. Í því samhengi er það spurning um sjónarhorn hvort bankastjórnendur teljist hafa of há laun.

Skoðun útgáfu Jóns Ásgeirs er þessi: stjórnendur eiga að fá fyrirframgreiddar bætur fyrir fangelsisdóma sem þeir kunna að hljóta.

Innifalið í þessari skoðun Fréttablaðsins er að íslenskir stjórnendur geti einfaldlega ekki starfað heiðarlega. Bragð er að þá barnið finnur.


mbl.is Sammála um taktleysi launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þau þekkja þetta á Fréttablaðinu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.2.2019 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband