Fimmtudagur, 7. febrúar 2019
Lýðræði vont fyrir Afríku
Lýðræði virkar ekki án lestrarkunnáttu. Afríka, að stórum hluta, kann ekki að lesa. Afríka þarf kínversku leiðina, sterkan góðviljaðan leiðtoga sem vísar veginn.
Salif Keita, einn ástsælasti tónlistarmaður Afríku, segir ofanritað í viðtali við vinstriútgáfuna Guardian.
Hægt en örugglega rennur upp fyrir fólki, bæði á vesturlöndum og um víðan heim, að vestrænt lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur. Það verður til undir ákveðnum sögulegum kringumstæðum og hentar illa til útflutnings á framandi menningarsvæði.
Raunar sýnir lýðræðið þreytumerki þessi árin í frumheimalöndum sínum í Evrópu og Bandaríkjunum. Lýðræðið þolir illa þá pólitíska upplausn sem finna má víða á vesturlöndum. Ótímabært er þó að gefa út dánarvottorðið.
Athugasemdir
Við höfum verið að rembast við að þróa lýðræðið í hálft þriðja árþúsund og gengið upp og ofan. Ekki skrítið þótt illa gangi þar sem enginn skilningur á fyrirbærinu er til staðar. Það er kannski bara tímabært að við látum fólk í friði.
Ragnhildur Kolka, 7.2.2019 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.