Föstudagur, 1. febrúar 2019
Þorgerður Katrín óttast útlendinga
Útlendingar sitja um Íslendinga og gætu reynt að hafa áhrif á kosningar hér á landi með lævísum áróðri á samfélagsmiðlum, segir Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.
Bragð er að þá barnið finnur.
Stærstu og öflugustu samtök útlendinga sem reyna að efla ítök sín hér á landi eru Evrópusambandið. ESB stendur fyrir áróðri í samfélaginu og á alþingi, reynir t.d. að komast yfir raforku okkar með 3. orkupakkanum.
Þorgerður Katrín er orðin sannfærð um að útlendingar sitji um fullveldið og hlýtur að fylgja eftir sannfæringu sinni. Til dæmis með því að andmæla 3. orkupakka ESB.
Athugasemdir
Brandari ársins😅😂🤣
Ragnhildur Kolka, 1.2.2019 kl. 14:12
Góður,félagar...
Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2019 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.