Fimmtudagur, 31. janúar 2019
Listin, brauðið og vinstrimenn
Almenningur glímir við fátækt hér á landi, er viðkvæði vinstrimanna. Í fátæktarríkinu eiga opinberir aðilar ekki að bruðla og kaupa rándýra list.
Reykjavíkurborg ætti fremur að borga starfsmönnum leik- og grunnskóla hærri laun en eyða í list.
En nú koma listamenn, yfirleitt til vinstri í pólitík, og segja listina nauðsyn ekki síður en brauðstritið.
Erum við kannski ekki fátæk, - nema þá í anda?
Listaverk verða ekki til án kostnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli flestir hafi ekki gert ráð fyrir hefðbundnu listaverki. Skúlptúr eða höggmynd eða jafnvel styttu. En innflutt tré! nei. Og hver er listin við að smíða hólk utan um tréð? Ef þetta var það sem vantaði þá hefðu menn skipað garðyrkjufræðing og byggingatæknifræðing í dómnefndina en ekki myndlistafólk.
Ef þetta "verk" verður sett upp þá mun þurfa sterkar undirstöður og stög til að halda því uppréttu. Og það mun þurfa flókinn og dýran tölvubúnað til að tryggja rétt loftslag í hjúpnum.
Svo gagnrýnin snýst ekki um andúð á list og ekki heldur um andúð á Samfylkingunni og Hjálmari Sveinssyni aldrei þessu vant. Gagnrýnin snýst um dómgreindarleysi listamannsins og dómnefndar. Og það eru greinilega mistök að setja svona samkeppnum ekki einhvern kostnaðarramma.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2019 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.