Heimildir herma: falsfréttir

Slúður berst með ljóshraða, ekki síst pólitískar kjaftasögur. Fréttablaðið féll fyrir einni:

Heimildir Fréttablaðsins herma að Birgir Þórarinsson og Sigurður Páll Jónsson séu afar ósáttir við framgöngu og endurkomu samflokksmanna sinna ...

Íslenskir fjölmiðlar nota oft þetta orðalag ,,heimildir herma". Oftast er það játning að viðkomandi blaðamaður hefur ekki trúverðuga heimild. 

Og engin frétt er betri en heimildin fyrir henni.


mbl.is „Þetta er tómt kjaftæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, en þetta er nú samt ekki meiri falsfrétt en svo að Birgir Þórarinsson hefur sent frá sér yfirlýsingu sem staðfestir þessa "falsfrétt" í megindráttum.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.1.2019 kl. 12:55

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Og hvort eigum að að trúa Sigurði Páli eða Birgi?

Páll Vilhjálmsson, 30.1.2019 kl. 13:06

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður væntanlega að trúa þeim báðum. Hvor þeirra talar fyrir sig. Og svo kæmi ekki á óvart að menn væru kannski eitthvað vaklandi í þessu.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.1.2019 kl. 14:12

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Bæði gætu menn verið tvístígandi um pólitískt og siðferðilegt mat á stöðunni en líka velt fyrir sér að styrkja sína stöðu á kostnað þeirra sem standa höllum fæti. Þetta er jú pólitík.

Páll Vilhjálmsson, 30.1.2019 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband