Áhlaup á fullvalda þjóð

Venesúela er fullvalda þjóð. Þótt stjórnvöld í landinu séu ekki upp á marga fiska eru þau lögmæt. Það er ekki íslensku ríkisstjórnarinnar að tala fyrir vilja venesúelsku þjóðarinnar.

Vestræn stórveldi, Bandaríkin og ESB, eru búin að ákveða að fella ríkisstjórnina í Caracas. Sömu stórveldi ákváðu að setja af lögmætt ríkisvald í Írak, Sýrlandi og Líbýu fyrr á þessari öld og leiddi það til hörmunga er enn standa yfir.

Vitanlega breytir engu hvað sagt er í Reykjavík um Venesúela. En það er huggulegra að hafa yfir sér stjórnvöld með snefil af dómgreind og eitthvað örlítið af siðviti. Þegar Gulli utanríkis talar eins og eftir er haft í viðtengdri frétt efast maður um að svo sé.


mbl.is „Ástandið er óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Gulli sagði á Hrafnaþingi á föstudag að Rússar hafi sett viðskiptabann á okkur til að efla fiskveiðar og landbúnað hjá sér og varð bara pirraður þegar Ingvi Hrafn reyndi að malda í móinn. 

Guðmundur Böðvarsson, 27.1.2019 kl. 08:09

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvenær eru stjórnvöld lögmæt? Hvenær glata þau lögmæti sínu? Stjórnvöld sem halda völdum í krafti kosningasvika og tilskipana í krafti hervalds um stjórnarskrárbreytingar sem gera löggjafarþingið valdalaust, viðhalda efnahagsstefnu sem veldur milljóna prósenta verðbólgu, eyðileggja innviði landsins og hrekja þjóðina á flótta, slík stjórnvöld eru auðvitað ekkert lögmæt. Það sér hver heilvita maður. Við slíkar aðstæður á almenningur fullan rétt á að taka völdin og það er siðferðileg skylda annarra ríkja að veita þá aðstoð og stuðning sem þau geta.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.1.2019 kl. 11:54

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Sigurlaugur.

Ég er enginn aðdáandi Mudoro ,en hvernig er það okkar mál að skifta um stjórnvöld í öðru landi?.

Þú virðist hafa einhverjar upplýsingar um kosningasvik sem aðrir hafa ekki.

Það hafa engir,ekki einu sinni Bandaríkjamenn haldið því fram að hann hafi komist til valdameð kosningasvikum.

Vafalaust er maðurinn lélegur stjórnandi,en það er heldur enginn vafi að hann nýtur meirihlutafylgis þrátt fyrir það.

Það er því ekki þjóðin sem er að reyna að skifta um leiðtoga,heldur andstæðingar hans sem eru í minnihluta ,með aðstoð erlendra ríkja.

.

Það er frekar aumt að hinar svokölluðu lýðræðisþjóðir ,eða öllu heldur framámenn þeirra, eru orðnar svo andsnúnar lýðræði að þær skirrast ekki við að steypa kjörnum stjórnvöldum annarra ríkja ef þeim líkar ekki við þau. Þetta er reyndar ekki eina byrtingarmynd á fyrirlitningu þessara leiðtoga á lýðræði.

Það var frekar hlálegt að sjá Junker,Merkel og Macron stíga í ræðupúlt og segja að segja að Maduro skorti lýðræðislegt umboð.

Macron sem er búinn að berja á þegnum sínum með táragasi, gúmmíkúlum og hvelsprengjum mánuðum saman og hefur um 20% traust í Frakklandi.

Merekell sem fékk risavaxna ofanígjöf frá kjósendum í síðustu kosningum og Junker sem hefur ekkert lýðræðislegt umboð og hefur aldrei haft.

Það er engin furða að þetta ágæta fólk hafi áhyggjur af lýðræði annarra þjóða.

Ég held að menn ættu að staldara aðeins við og íhuga af hverju þessar áhyggjur allar stafa.

Skýringin er að Venesúela hefur verið að gera allskonar samninga og fengið fjármögnun frá Kína. Venesúela er olíuauðugasta ríki heims og það þarf að tryggja að þessi auður komist í réttar hendur. Það er öllum drullusama um lýðræði í þessu landi ,og reyndar íbúana almennt. Staðan núna er einfaldlega sú að það er engin leið að stoppa áhrif Kínverja og Rússa í landinu nema með því að koma á borgarastyrjöld sem Bandaríkjamenn munu síðan grípa inn í af mannúðarástæðum og eignast olíuna. Þetta er plottið og þetta er ástæðan.

Bandaríkjamenn eru komnir út í horn með málið og það er engin lausn önnur fyrir þá en að starta borgarastyrjöld. Upphaflega áætlunin var að setja olíuiðnaðinn þar í þrot og hirða síðan hræið.Þetta var gert með efnahagsþvingunum

Það sem gerðist hinsvegar óvænt,var að Gasprom-Neft lánaði milljarða dollara til Venesúelska olíuiðnaðarins og ef hann fer í þrot eignast Gasprom Neft stórann hluta hans fyrir sáralítinn pening. Pening sem þeir eru væntanlega búnir að afskrifa fyrir löngu. Þeir þurfa því ekki að leggja fram eina rúblu í því skini.

Til að gera málið enn verra mun Gasprom ekki eingöngu eignast þennan olíuiðnað heldu líka ráðandi hlut í risavaxinni olíuhreinsunarstöð í Bandaríkjunum. 

Það er út af þessu sem við munum sjá blóð Venusúlesks almennings fljóta ínnan skamms. Og flest allir munu halda að þetta sé af mannúðarástæðum.

Heimildir mínar segja að Rússar séu búnir að senda 400 málaliða til Venesúela til að verja Maduro og hagsmuni sína í landinu. Kannski muna einhverjir eftir tveimur stórum flugvélum sem voru sendar þangað frá Rússlandi fyrir skemmstu. Þær voru ekki í skemmtiferð. Málaliðarnir komu síðan með almennu farþegaflugi á lengri tíma. Kannski muna einhverjir líka hvað Bandaríkjamenn brugðust heiftúðlega við þessu flugi. Auðvitað vissu þeir hvað var að gerast.

Það er "amazing" eins og Bandaríkjamenn segja, hvernig þeir geta aftur og aftur blekkt almenning til að styðja styrjaldir þeirra með því að endurtaka sömu lygina. Það er ekki eins og þetta sé í fyrsta skifti sem þeir drepa hundruð þúsunda manna til að bjarga þeim. Þeir geta aftur og aftur talið fólki trú um að þeir geti bjargað fólki með því að drepa það og sprengja landið þeirra í rúst. Það virðist vera að þeir geti trekkt fólk upp eins og klukkur og það stendur í réttstöðu til að hylla glæpi þeirra gegn mannkyni.  

Borgþór Jónsson, 27.1.2019 kl. 18:44

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kynntu þér nú málið áður en þú hleypur í vörn fyrir skoðanabræður þína Borgþór. Hér getur þú lesið um forsetakosningarnar og hvers vegna mikill fjöldi ríkja lýsti yfir því að þær væru ógildar síðastliðið vor: https://www.electoralintegrityproject.com/international-blogs/2018/5/30/rigged-elections-venezuelas-failed-presidential-election

Maduro er nefnilega ekki kominn í þessa stöðu vegna einhvers samsæris annarra ríkja. Hann og forveri hans hafa einfaldlega rústað efnahag landsins, þverbrotið stjórnarskrá og svipt löggjafarþingið löglegu umboði sínu til að þjóna eigin valdagræðgi og spillingu.

En haltu bara endilega áfram að búa til samsæriskenningar ef þú hefur gaman af því.

Svo heiti ég Þorsteinn, svona by the way, ekki Sigurlaugur.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.1.2019 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband