Börn mótmæla náttúrunni

Loftslag ræðst af náttúrulegum ferlum og hefur alltaf gert. Þeirri hugmynd er plantað í blessuð börnin að maðurinn stjórni loftslaginu. Börnin, samkvæmt viðtengdri frétt, þyrpast úr skóla til að mótmæla fyrirbæri sem ekki er til - manngerðu veðri.

Börn ætti ekki að blekkja með pólitískum vísindum sem kennd eru við loftslag.

Ranghugmyndir um lífið og tilveruna leiða yfirleitt til ófarnaðar.


mbl.is Í skólaverkfall gegn loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Íronían í þessu er að þessir krakkar hafa verið heilaþvegnir af fólki sem trúði og trúir enn á alþjóðahyggjuna. Vísindamennina sem staðhæfa að loftslagsumræðunni sé loki, engu þar við að bæta. Hroki þessa fólks birtist í að þeir telja sig geta snúið við gangi náttúruaflanna. Aðeins þurfi takmarkalausan aðgang að fjármagni. Og þótt þeir hrekist úr einu víginu í annað (súrt regn, fimbulvetur, þynning ósonlagsins, hlýnun jarðar og nú breytt sýrustig sjávar) þora stjórnmálamenn ekki að andmæla og senda skattpeninga okkar hist og pist til að kaupa sér stundarfrið.

Eftir að hafa starfað í heimi vísindanna alla ævi veit ég að vísindin eiga sér engan endapunkt. Vísindamenn sem hafa lokað umræðunni eru feik, þeir eru aðeins  að hugsa um eigin hag, það sem kallað er að maka krókinn.

Ragnhildur Kolka, 26.1.2019 kl. 15:29

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eins erfitt og mér og jafnöldrum hefur reynst að stjórna loftslagi, veðurfari og náttúru  síðustu 70 árin (og forfeðrum okkar áður hundruðir ef ekki þúsundir ára) get ég ekki annað fagnað því að yngstu kynslóðirnar séu virkjaðar í þessu skyni.  Ef til vill hafa börnin erindi sem erfiði?

Kolbrún Hilmars, 26.1.2019 kl. 17:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eru íslensk stjórnvöld kaupendur einskonar aflátsbréfa vísindapólitíkusa til grysjunar mannauðsflóru heimsins; "Vér og þau". 

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2019 kl. 00:19

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er talað um að við eigum að greiða himinháar greiðslur í kolefnisgjöld, en getur einhver ykkar upplýst mig um hver er hinn almáttugi móttakandi þessara greiðslna?

Jónatan Karlsson, 27.1.2019 kl. 08:57

5 Smámynd: Aztec

Enn og aftur hafa skólabörn verið heilaþvegin með lygaþvælu hlýnunarsinna. Það er þekkt stefna stjórnvalda að hafa áhrif á skoðanir barna áður en þau geti mótað sér sínar eigin hugmyndir. Það hefur áður verið gert í einræðisríkjum eins og Sovétríkjunum, Þriðja ríkinu og N-Kóreu. Þegar þau fullorðnast munu sum af þeim komast að því að loftslagssveiflur eru náttúrulegar og ekki manngerðar.

Jónatan, ein skuggahlið hlýnunarsvindlsins, sem ekki snýst um umhverfið, heldur um tilfærslur á fjármunum (kolefnisskattar, kolefniskvótaverzlun og opinberir styrkir úr vösum skattgreiðenda), er að íslenzku orkufyrirtækin fyrir tilstilli íslenzku ríkisstjórnarinnar (fyrrum og núverandi) stórgræða á kolefniskvótum sem þeir selja. Afleiðingin er að 73% af raforku á Íslandi er sögð framleidd frá diesel og kjarnorku (!). Aðeins Bændablaðið hefur bent á þetta hneyksli (í tvígang) meðan Mogginn og hin rétttrúnaðarblöðin þegja þunnu hljóði.

Alltaf er verið að hamra á því að aukinn útblástur af CO2 orsaki hlýnun, sem er þvættingur. Koltvíildi hefur engin áhrif á hitastig. Frekar er þessu öfugt varið, fylgnin sýnir að það sé hlýnunin sem eykur koltvíldismagn í andrúmsloftinu. Það sem hins vegar orsakar hlýnun er sólvirkni og magn vatnsgufu í andrúmsloftinu. Allt þetta er útskýrt vel í þessu myndbandi af Professor Ian Clark í Canada, "CO2 Is Not The Cause Of Climate Change", sem ég hvet alla til að sjá:

https://www.facebook.com/CanadiansForLiberty/videos/517464052091787/

Aztec, 27.1.2019 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband