Ríkið skuldar okkur samfélagsbanka

Þrír bankar starfa á Íslandi, ríkið á tvo. Bankarnir þrír stefnu þjóðinni í gjaldþrot fyrir áratug og voru þá á annarri kennitölu og í einkaeigu. Áður en ríkisbankarnir tveir fara aftur í einkaeigu skuldar ríkið okkur samfélagsbanka, einn eða fleiri, er tækju að sér svipað hlutverk og sparisjóðirnir höfðu - áður en þeir voru gleyptir af þríveldi bankanna.

Frosti Sigurjónsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins skrifar á Facebook:

Var að glugga í hvítbók um fjármálakerfið. Finn varla stafkrók í þeirri skýrslu um þýsku samfélagsbankana "sparkassen" sem hafa verið kjölfesta í þýsku efnahagslífi [...] Þetta er skandall í ljósi þeirrar miklu umræðu sem hefur verið um þetta fyrirkomulag hérlendis.

Sanngjörn og eðlileg krafa er að ríkið, áður en það selur ríkisbankana tvo, búi svo um hnútana að almenningur, sem ekki hefur áhuga á bankabraski einkaaðila, fái valkost fyrir viðskipti sín - samfélagsbanka.


mbl.is Ríkið selji Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Væri þá ekki betra að RÍKIÐ ætti þann SAMFÉLAGSBANKA 100% 

frekar en bara 40% eins og Bjarni Ben vil hafa þau mál?

Jón Þórhallsson, 15.1.2019 kl. 09:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þar væri hægt að fara tvær leiðir Jón, annars vegar að ríkið ætti 100% og hins vegar að hver einstaklingur hér á landi fengi eignarrétt í bankanum. Sá eignaréttur væri þá bundinn þeim skilyrðum að bréfin væru ekki framseljanleg.

Sjálfum hugnast mér betur síðari kosturinn, einkum vegna þeirrar staðreyndar að stjórnmálamenn, svona yfirleitt, hafa ekki sýnt þjóðinni þann þroska að þeim sé treystandi.

Hins vegar getur samfélagsbanki aldrei orðið í eigu einhverra fjármálamanna. Það er einfaldlega ekki hægt, eðli málsins samkvæmt.

Gunnar Heiðarsson, 15.1.2019 kl. 14:06

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað er "samfélagsbanki"?

Er það ríkisbanki sem stjórnmálamenn nota til að útdeila peningum til vildarvina og í vafasamar atkvæðakaupaframkvæmdir?

Er það sparisjóður?

Er þá eitthvað sem kemur í veg fyrir að fólk taki sig saman um að stofna sparisjóð? Nei, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það.

Hvers vegna ætti ríkið að þurfa að koma að því? Hvað er sanngjarnt og eðlilegt við það? Nákvæmlega ekkert!

Þorsteinn Siglaugsson, 15.1.2019 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband