ESB vill gera Brexit dýrkeypt Bretum

Evrópusambandið má ekki til þess hugsa að úrsögn Breta úr sambandinu gangi fljótt og vel fyrir sig. Bretar gætu spjarað sig vel utan ESB og þar með væri komið stórhættulegt fordæmi - fleiri þjóðir gætu fylgt i kjölfar Breta.

Brussel leggur sig fram um að torvelda Bretum útgöngu enda er ráðandi sjónarmið í ESB að úrsögn sé svik við svokallaða ,,Evrópuhugjón" sem verði að refsa.

,,Evrópuhugsjónin" gengur út á að embættismenn í Brussel án nokkurs lýðræðislegs umboðs viti hvaða íbúum álfunnar sé fyrir bestu. Embættismannaveldi komi í stað lýðræðislegra kjörinna þjóðþinga.

Brexit sýnir svart á hvítu að lýðræði og ESB eru andstæður.


mbl.is May vill ekki fresta Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er forkastanlegt að May hafi ekki látið vinna samhliða áætlun B í því tilviki að samningaviðræðunar fari út um þúfur. Þessi írski varnagli er ígildi áframhaldandi veru Breta í ESB og þar af leiðandi óásættanleg niðurstaða.

Ragnhildur Kolka, 14.1.2019 kl. 19:52

2 Smámynd: Haukur Árnason

Best fyrir þá að fara út án samnings. Þá verður hægt að semja um eitthvað ásættanlegt. Þegar alvaran blasir við.

Haukur Árnason, 14.1.2019 kl. 21:57

3 Smámynd: Hörður Þormar

Yfirleitt er nú hjónaskilnaður erfiðari heldur en brúðkaupið.

Brussel þarf ekki að leggja sig neitt fram um að gera Brexit erfitt. 

Þegar maður kemur sem ferðamaður til Írlands, þá verður maður þess varla var að þar séu landamæri á milli tveggja ríkja. Þar hefur verið friður eftir að þessi landamæri opnuðust. Hvað gerist ef þau lokast aftur?  

Evrópusambandið er í erfiðri krísu, hana verður að leysa á einhvern hátt og Bretar verða að taka þátt í þeirri lausn.

Winston Churchill dreymdi um sameinaða Evrópu, þess er óskandi að draumur hans rætist.  

   Winston Churchill september 1946: United States of Europe

Hörður Þormar, 14.1.2019 kl. 22:19

4 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Churchill dreymdi nú ýmsa drauma. Einn var um endursameiningu Bretlands og Bandaríkja Norður-Ameríku. Ég held að þessar sameiningarhugmyndir hafi gleymst, en hans minnst fyrir aðrar og merkilegri hugmyndir.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 14.1.2019 kl. 23:12

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Var engin vitringur þarna til að benda May á B,leið? Kannski er hún sauðþrá!

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2019 kl. 01:11

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hörður Þormar. Athyglisverð grein frá Churchill. Hann tekur fram þarna að ekki öll ríki séu viljug eða í stakk búin til að sameinast. Hann er ekki að tala um að Bretland renni saman við slíkt bandalag heldur á augljóslega við stæstu ríki meginlandsins. (Rússland utan sviga, þótt það tilheyri evrópu)

Þetta er skrifað rett eftir gereyðingarstríð og þegar sameinuðuþjöðirnar voru í mótun. Menn voru að leita hugmyndafræðilegra leiða til friðsamlegrar sambúðar. Við höfum nú Nató og Sameinuðu þjóðirnar og traust viðskiptabönd, sem ættu að nægja. Ég er ekki að sjá fyrir mér samlátt evrópuríkja í vopnuðu stríði næstu öld. Það er eiginlega ógerningur. Það er ekki fyrir ESB. Þvert á móti hefur því alræðisapparati tekist að spilla sambúð þjóða framar öðru og spilla sambúð þegna innbyrðis þeirra.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2019 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband