Mánudagur, 14. janúar 2019
Jón Baldvin: hættan við samkeppni um sekt og sýknu
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokks og utanríkisráðherra er skotspónn þessa dagana vegna ótilhlýðilegrar framkomu sinnar gagnvart stúlkum og konum.
Inn í umræðuna blandast fjölskyldumál Jóns Baldvins.
Þær konur sem segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Jón Baldvin telja að trúverðugleiki hverrar konu styrkist eftir því sem fleiri segja sambærilega sögu.
Rökin ganga í báðar áttir. Ef ein frásögn reynist tilbúningur kastar það rýrð á allar hinar.
Dómstóll samfélagsmiðla er ekki heppilegasti vettvangurinn til að leiða sannleikann í ljós.
En kannski er sannleikurinn aukaatriði.
Athugasemdir
Er dómstóll götunnar, Stundarinnar og DV. rétti vettvangurinn í þessu máli og öðrum??????
Jóhann Elíasson, 14.1.2019 kl. 12:03
Kona sem er klipin í rassinn þegar hún er tvítug og miklar það með sér í 50 ár hefur ekki átt mjög innihaldríkt líf. Það hefur verið á allra vitorði að Jón Baldvin er landskunnur kvennamaður sem missti aldrei af góðu tækifæri. En að fara að úthrópa hann núna sýnir tómleikanna í þessari #metoo umræða.
Ragnhildur Kolka, 14.1.2019 kl. 15:18
Ég velti fyrir mér tilgangnum með því að úthrópa áttræðan mann fyrir fjölþreifni fyrir hálfri öld. Er það til að ná persónulegri athygli og sjálfshelgun? Er það til að brenna enn einn mann á stjaka öðrum til varnaðar svo karlmenn um alla framtíð breyti eðli sínu og framkomu? Er það af blindu hatri dóttur hans sem hefur ofsótt hann fyrir óræðar og flöktandi sakir í fjörutíu ár, algerlega heltekin af því að að ná sér niðri á karlinum. Geðbatteríið svo liðurt að það greinir fólk með geðsjúkdoma að beiðni einhverra úti í bæ.
Þetta er ekkert nýt og hefur staðið í áratugi og blossað upp reglulega.Mér finnst þetta algerlega hrokkið af skaftinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2019 kl. 17:07
Frá því að syndugir voru grýttir og smánaðir opinberlega tókst smátt og smátt að koma á mannúðlegu kerfi refsinga en svo komu femínistar og fóru hamförum í refsigleði í þeim tilgangi að koma á "jafnrétti" kynjanna - eftir þeirra höfði. Engin greinarmunur er gerður á lygi og sannleika. Tilgangurinn helgar meðalið.
Í heila femínista býr feðraveldi sem heldur konum niðri með kynferðisofbeldi og nauðgunum með stuðningi annarra karlógeða. Konur eru hvattar til að ásaka karlófreskjurnar opinberlega og þar með er þeir fundnir sekir. Ef "kerfið" og önnur karlrembusvín taka ekki þátt í "grýtingunum" er það sönnum þess að hér sé skipulagt viðbjóðslegt feðraveldi.
Sá sem er ásakaður um morð fær betri meðferð. Hann nýtur vissra mannréttinda. Hann má verja sig og er saklaus þar til sekt hans er sönnuð.
Ef ekki væri fyrir femínista væri hægt að finna skástu lausnina sem væri eins mannúðleg og réttlát og kostur er, án þess þó að eyðileggja réttarkerfið, á sama hátt og tókst að hætta að grýta synduga og setja þá í gapastokk.
Ég tel að femínista skorti samúð og samkennd með öðru fólki.
Benedikt Halldórsson, 14.1.2019 kl. 18:08
Uhm... það eru eiginlega sannanir. Síðan 2013. Þið vitið: þessi bréf sem enginn hér virðast muna eftir, skrifuð af Jóni sjálfum til 14 ára frænku sinnar.
Ég læt ykkur metast um hvort var ógeðslegra: "14 ára" eða "frænka."
Ásgrímur Hartmannsson, 14.1.2019 kl. 18:20
Áður fyrr voru sektarmál JHB persónuleg. Afgreidd og opinberuð fyrir mörgum árum. Núna snýst þetta um ESB pólitík.
Kolbrún Hilmars, 14.1.2019 kl. 18:41
Rétt hjá þér Kolbrún.
Haukur Árnason, 14.1.2019 kl. 21:52
Ásgrímur. Vera má að bréfið forðum hafi verið lögbrot, en þá hefði átt að láta réttarkerfið skera úr um það og hegna samkvæmt því, ekki leggja það fyrir domstól götunnar áratugum seinna. Enginn dómur féll þar heldur, né var þetta kært fyyr né síðar.
Að bera í víur við 14ára stúlku má vera ógeðslegt og óviðeigandi, en aldrei var það kært heldur né dæmt í því. Formlega er Jón saklaus því sekt hans hefir ekki verið sönnuð né staðfest fyrir dómi.
Stórslegnar sögur um fylleríisskandala Jóns í skólaferðum breyta engu um það. Sögur þar sem sögumaður leggur mat er lagt á tilfinningar allra sem við sögu komu, sanna ekkert né afsanna og þjóna engu öðru en að draga mannorð viðkomandi í svaðið. Og skeiniblöðin og sorppressan stökkva á þetta og básúna.
Ef eitthvað er viðbjóður, þá er það þessi aðför. Hún er einfaldlega galdrabrenna án doms og laga.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2019 kl. 05:23
Þetta er endurgjald frá ESB til Jóns Baldvins fyrir að ganga af trúnni.Skipulagðar hefndaraðgerðir af hálfu Evrópusinna með velvild Viðreisnar og Samfó. Það hefur mörgum orðið á að delera fullur."Kona sem er klipin í rassinn þegar hún er tvítug og miklar það með sér í 50 ár hefur ekki átt mjög innihaldríkt líf."
Halldór Jónsson, 15.1.2019 kl. 09:44
Er Evrópusambandið sumsé að hefna sín á Jóni Baldvin fyrir að hafa káfað á því? Er ekki allt í lagi heima hjá þér?
Þorsteinn Siglaugsson, 15.1.2019 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.