Nei, Lilja, ég hef ekki áhuga að selja

Landsbankinn er í þjóðareigu og ætti að vera það um fyrirsjáanlega framtíð. Lilja Björk Landsbankastjóri virðist áhugasöm að selja ,,selja þversk­urð í efna­hags­líf­inu og sam­fé­lag­inu á Íslandi" - þ.e. Landsbankann.

Síðast þegar við einkavæddum bankakerfið varð þjóðin nær því gjaldþrota.

Lilja Björk og aðrir áhugamenn að selja fjölskyldusilfrið verða að sannfæra okkur hin um að bankakerfið sé betur komið í höndum einkaaðila en ríkisins.

Við vitum af reynslu að einkaframtakið kann að setja bankakerfið í gjaldþrot. En við vitum ekki hvort einkaaðilar kunni að reka banka á Íslandi.

Sönnunarbyrðin er á þeim sem vilja selja, Lilja Björk.


mbl.is Segir Landsbankann tilbúinn til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Lilja og aðrir áhugamenn um sölu L.Í.eru ekkert að spyrja okkur sem búum yfir biturri reynslu einkareksturs banka á Íslandi. Hvernig þætti þeim að mæta krotuðum mótmælum á eigninni; "Ekki selja þetta er okkar belja"

Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2019 kl. 15:17

2 Smámynd: rhansen

Mer blöskrar  !   þó Landið se selt og Erlendur eigendur seu að verða eigendur storra hluta og eigna BANKA og fl ....ÞÁ SEGIR ENGIN NEITT !...hver er ástæðan ?  ? 

rhansen, 9.1.2019 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband