Fimmtudagur, 3. janúar 2019
Kosið um ríkisstjórn
Þingkosningar snúast æ meira um hvaða ríkisstjórn er í spilunum í kosningabaráttunni. Ef sitjandi ríkisstjórn heldur velli út kjörtímabilið, sem líkur eru á að hún geri, mæla þingkosningarnar eftirspurn eftir framhaldslífi hennar.
Vinstri grænir verða i kjörstöðu. Þeir munu bæði höfða til þeirra ráðsettu vinstrimanna sem vilja sitt fólk í stjórnarráðið og einnig félagshyggjufólks sem vantreystir hægrislagsíðu Samfylkingar.
Miðflokkurinn er þokkalega staddur sem valkostur við Framsókn í sitjandi stjórn.
Til að Samfylkingin eigi möguleika þarf flokkurinn að tefla fram fólki sem almenningur hefur trú á sem mögulegum ráðherrum. Þinglið Samfó er ekki með þann mannskap.
Fylgi Miðflokksins helmingast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér sýnist allir flokkar hafi sammælst um að ganga fram af fólki í ótrúverðugleika. Með því vonast þeir til að flæma fólk frá því að kjósa. Eftir standa þá hinir sauðtryggu sem alltaf kjósa eins no matter what. Þar með er stöðugleiki tryggður og Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram í lykilstöðu með aðeins 20% atkvæða á bakvið sig. Þannig er lýðræði valdaelítunnar. Og þeir munu skipta með sér völdum og bitlingum líkt og áður. Setja upp einþáttunga í hálftíma hálfvitanna til að sýnast en setjast síðan saman og skipta kökunni fyrir sig og sína. Að halda að eitthvað breytist með nýju fólki er pólitísk einfeldni. Hér þarf byltingu. Ekki einhver máttlaus mótmæli.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.1.2019 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.