Miðvikudagur, 2. janúar 2019
Kristni er menning, ekki (endilega) trú
Sá sem ekki þekkir kristni er týndur í íslenskri menningu. Ef einhver herrar nálægt manni er nánast sjálfgefið að maður segir guð hjálpi þer - og þau goðsorð hafa mest lítið með trú að gera en teljast til mannasiða.
Vinstrikverúlantar og þeir sem kenna sig við vantrú eru út í móa þegar þeir leita uppi trú í menningunni til að fetta fingur út í.
Fyrir löngu er viðurkennt að trú er einkamál hvers og eins. Menninguna eigum við á hinn bóginn sameiginlega. Látum ekki menningarsnauða kverúlanta ráða ferðinni og úthrópa fyrir engar sakir kristni.
45% andvíg trú í skólastarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kristni getur verið bæði trú og menning.
Vilt þú sjálfur Páll, færa fermingarfræðsluna út úr gagnfræðaskólum landsins?
Jón Þórhallsson, 2.1.2019 kl. 20:18
Sæll Páll og gleðilegt ár 2019. Einu sinni var ég týnd í íslenskri menningu. Það var þegar mér var ekki kunnugt um Ásatrú. Mér var gert að læra um kristna trú í skóla, en ekki aðrar trúarskoðanir, hvað þá að Ásatrúin væri kynnt fyrir okkur íslensku nemendum.
Álít að það sé úrelt að segja "guð hjálpi þér" þegar einhver hnerrar, á sama hátt og að nefna konu "helvítis tík" eða karlmann "asna" þegar um illt tal er að ræða.
Þessi gömlu orðatiltæki urðu til í eld gömlu bændasamfélagi þegar fólk hafði ekki ímyndunarafl til orðsmíði utan guðstrúar og dýra. En þetta með dýrin verður viðfangsefni mitt 2019. Með blogg kveðju, Inga.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 2.1.2019 kl. 21:00
Ingibjörg.
Allt það sem við vitum um Ásatrú er að finna í Snorra Eddu og Eddukvæðunum. Þær voru skyldugrein í framhaldsskólum í mínu ungdæmi. Er virkilega búið að banna þær??? Ég trúi því ekki!!!
Og hvað er úrelt við það að segja "guð hjálpi þér"? Kannski er þér kunnugt um einhverja vísindalega uppgötvun sem afsannar tilveru og hjálpræði guðs. Ekki þekki ég hana, en þætti fróðlegt að frétta nánar af henni.
Hörður Þormar, 2.1.2019 kl. 22:10
Fyrir löngu er viðurkennt að trú er einkamál hvers og eins. (Páll).
NEI! Það er bara alls ekkert viðurkennt.
Það er skylda kristins manns að boða föllnum syndurum fagnaðarerindið um Jesú Krist. Að banna það, er eins og að banna það að kasta björgunarhring til drukknandi manns.
Það er málfrelsi og þar með boðunarfrelsi fyrir trú. Þeir sem vilja hefta það, feta í fótspor Stalíns, Hitlers, Khomeini og fleiri slíkra kumpána.
Theódór Norðkvist, 2.1.2019 kl. 22:52
Já,guð hjálpi þér vita trúlega allir að varð að til þegar "Svarti dauði"herjaði á landsmenn og byrjaði með áköfum hnerra sem er oftast byrjun á kvefi.
Minnist þess hve oft Steingrímur forseti Alþingis,notaði máltækið - guð láti gott af vita- þegar honum var mikið í mun að eitthvað gengi eftir.
Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2019 kl. 23:26
Hver er munurinn á menningu og grunngildum (sem eru auðvitað í eðli sínu á einhvern hátt trúarleg)? Er eitthvað hægt að aðskilja þetta tvennt? Menning án inntaks sem grundvallast á gildum er eins og predikun trúlauss prests í Þjóðkirkjunni (95% þeirra). Innihaldslaust hjal. Það er kannski von að þeir farið að sleikja fólk í staðinn. Það er auðvitað miklu áhrifaríkara!
Þorsteinn Siglaugsson, 2.1.2019 kl. 23:50
Ó Þorsteinn þú ert svo vel að þér en veist ekki að í manninum eru tilfinningar sem markast af hlutverkinu sem þeir hafa,eða vilja hafa; T.d.andmælandi sem gefur sér að prestur sé trúlaus í stólnum,þjóðhöfðingar meini ekkert sem þeir segja í hátíðaávörpum,opinberar tilfinningar sínar fyrir andúð á menningarlegu gildi þjóðar sinnar:; Sérstaklega sleykjuleg viðurkenning sem gæti e.t.v.verið endurgoldin.
Helga Kristjánsdóttir, 3.1.2019 kl. 16:19
Vinstri menn hafa aldrei skilið fyrirgefningu og því síður afleiðingar gerða sinna, eftir að auðvaldið var "drepið". Þeir nærast á rætni og hatri á skoðunum annara, nú til dags. Almenn skynsemi segir okkur að allir eigi "sjéns", meðan vinstrimennskan segir hengjum þá alla sem ekki hafa okkar skoðun. Það er ekki sama hvaðan það kemur, þegar einhvert mannabarn segir.: Má ég hafa skoðun?, án þess að verða fótum troðin fyrir það eitt að hafa skoðun?.
Að banna litlu-jólin í skólum, epli í kassa, eða dans kringum jólatré, með samnemendum sínum, án svo mikils sem nokkurrar aðgreiningar. Er fólk ekki í lagi?
"Vér einir vitum" elítan er að skíta upp á bak. Trú er einkamál hvers og eins. Sá sem heldur því fram að hann trúi á ekkert, trúir ekki einu sinni á sjálfan sig. Guð er ég, Guð ert þú, Guð er allt umvefjandi. Hver sá sem trúir ekki einu sinni á sjálfan sig, á ekki mikla framtíð fyrir höndum, aðra en innihaldslaust raus um lélega granna og það eru nú ekki mikil eftirmæli, þá hinn sami fer niður á sömu dýpt í moldinni og við öll hin. Í því myrkri gefast fá tækifæri til rökræðna og því allir jafnir í kolsvarta myrkri dauðans.
Menning byggist á gildum. Gildum sem fylgt hafa núlifendum með árhundruða lífsreynslu undangenginna kynslóða. Ekkert niðurgreitt. Íslendingar eru í engu líkir Senegalbúum, Áströlum eða íbúum Nígeríu. Samt hugsar almenningur í öllum þessum löndum það sama.:
"Njótum lífsins meðan kostur er "
Þegar því líkur er aðeins myrkur og kuldi, rotnun og eðlilegt ferli lífsins, sem Guð okkur gaf.
Góðar stundir, með kveðju að,sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 4.1.2019 kl. 05:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.