Miðvikudagur, 2. janúar 2019
Kulnun án lífsbaráttu
Maðurinn þróast með lífsbaráttu. Skásta kenningin sem við höfum um þróun lífs er kennd við Darwin. Meginhugmyndin er að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Maðurinn sem tegund hefur aldrei áttað sig hvers vegna einmitt hann er útvalinn.
Til að réttlæta eigin tilvist grípur maðurinn til ýmissa hugmyndakerfa s.s. trúarbragða eða vísinda. Þó er öllum ljóst, sem á annað borð gefa því gaum, að hugmyndakerfin eru mannasetningar, eftiráskýringar, og geta ekki svarað hvers vegna einmitt okkar tegund er sú útvalda.
Við búum við meiri velmegun en fyrri kynslóðir og gætum gefið okkur meiri tíma til að svara eilífðarálitamálum um tilgang lífsins og hvernig jarðlífið sé best skipulagt. En það gerum við ekki nema i framhjáhlaupi. Meiri er áherslan á heimsendaspámennsku að jörðin sé um það bil að verða óbyggileg vegna athafna okkar.
Sjálfssköpuð kulnun er þegar maðurinn trúir því að hann sé að tortíma sjálfum sér - og kallar það vísindi.
Varist kulnun, kvíða, streitu og stress | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem er furðulegasta fyrirbærið í þessum efnum er að hvíti kynstofninn virðist hafa ákveðið að fyrirfara sér.
Ég held að Færeyjar séu eina landið í dag þar sem hvítt fólk heldur í horfinu.
Sumstaðar er fækkunin mjög ör ,eins og í Þýskalandi og Eystrasaltsríkjunum til dæmis.Það virðist ekki vere neitt lát á þessu af því að ungt fólk er í vaxandi mæli farið að fyrirlíta eigin kynþátt. Það væri forvitnilegt að vita hvort þetta hefur einhverntíma gerst áður. Vandamálíð er að það ere trúlega víðast bannað að ransaka þetta.
Borgþór Jónsson, 2.1.2019 kl. 11:42
Það er löngu búið að taka Darwin úr sambandi. Velferðarkerfin sáu um það.
Ragnhildur Kolka, 2.1.2019 kl. 13:32
Er það alhæfing hjá Páli síðuhöfundi, að "hugmyndakerfi, s.s. trúarbragða eða vísinda," séu "mannasetningar, eftiráskýringar"? Er hann þá líka að halda þessu fram um kristindóminn? En það er ekki það, sem Jesús Kristur sagði (Lúk.4.16-24 og í ummælum hans í öllum guðspjöllunum) -- né María í lofsöng sínum (Magnificat, Lúk. 1.46-55) né Jóhannes skírari (Lúk.3.3 o.áfr.) né Jesús í orðum hans um Jóhannes (Lúk. 7.24-28) né spámenn Gamla testamentisins í boðskap þeirra (sbr. Jeremía, 1.4-10).
PS (og meira aukaatriði hér): Svo er það ennfremur spurning, hvort gamli sósíaldemókratinn og blaðamaðurinn á Alþýðublaðinu, Páll Vilhjálmsson, haldi hér enn í marxíska kennisetningu, þ.e. í tali Marx um hugmyndafræði (Ideologie). En kristin trú er ekki hugmyndafræði.
Jón Valur Jensson, 2.1.2019 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.