Laugardagur, 29. desember 2018
Verkó logar í illdeilum
Byltingaröfl innan verkalýðshreyfingarinnar geta ekki beðið eftir því að komast í verkfallsátök í þeirri von að þau leysi úr læðingi óeirðir í samfélaginu.
Byltingarsinnar tala um sósíalisma og gul frönsk vesti og að ,,þjóðin sé að springa."
Allur þorri launþega er annarrar skoðunar. Skynsamlegir samningar, byggðir á verðmætasköpun í samfélaginu, er raunhæf leið sem byltingarfólkið vill ekki heyra á minnst.
Mikil óánægja með stöðu mála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig á að koma á virku lýðræði í Verkó þega vitleysingar eru kosnir til valda með 10 % kosningaþáttöku?
Halldór Jónsson, 29.12.2018 kl. 09:59
Máltækið segir "sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér". Er hefðbundið kjarasamningaferli láglaunafólksins fyrirfram dauðadæmt?
Kolbrún Hilmars, 29.12.2018 kl. 13:51
Ef semja á um 4% er hægt að leggja verkalýðshreyfinguna niður. það geta aðrir séð um að leigja út sumarbústaðina og borgað út sjúkradagpeningana.
Guðmundur Böðvarsson, 29.12.2018 kl. 14:34
Hvers vegna er ekki hægt að stofna Kjararáð Atvinnulífsins, með jöfnum fjölda fulltrúa launþega og atvinnurekenda, ásamt viðurkenndum og virtum oddamanni. Kjararáð sem einfaldlega reiknar út getu atvinnuvegana og finnur út hvað þeir þola að greiða í launahækkanir án þess að skaðast, hverjir þurfi hærri laun og hveejir ekki o.s.frv.
Umræðan er ávallt svört og hvít og fæstir vita hvað satt er. Lágmarks framfærslukostnaður hefur verið reiknaður út fyrir hvern einstakling af hinu opinbera. Hvernig stendur á því að lægstu laun er undir því viðmiði? Þurfa ávallt allir á launahækkun að halda? Er engin leið að semja aðeins fyrir þá sem höllustum færi standa, eða lægst hafa launin, án þess það fari upp allan skalann og setji allt heila helvítis klabbið aftur á byrjunarreit? Jafnvel skref aftur á bak, þegar fyrirtækin hækka verð sín til að mæta kostnaði nýgerðra "kjarasamninga". Þvílík og endemis endaleysa sem þetta er orðið.
Það er svo galið að ekki nokkur einasta þróun hafi orðið á kjaraviðræðum. Þar er bæði við atvinnurekendur, ríkið og verkalýðsfélögin að sakast segja margir og nokkuð til í því. Við megum heldur ekki gleyma þeim sem málið snýst um. Okkur sjálfum. Það er lítið mál og löðurmannlegt að röfla og tuða EFTIR að allt er yfirstaðið, en hafa aldrei svo mikið sem mætt á fund í verkalýðsfélagi sínu, eða greitt atkvæði um nokkurn skapaðan hlut innan þess. Getur verið að verkalýðsfélög séu orðin úrelt fyrirbæri og ef svo er, hverjum ætli það sé þá helst um að kenna? (Afsakaðu langlokuna Páll)
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.12.2018 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.