Fimmtudagur, 27. desember 2018
Heimsveldið hikandi og hnignun alþjóðavæðingar
Bandaríkin bera uppi alþjóðavæðinguna eftir seinna stríð. Hervald og efnahagsmáttur Bandaríkjanna skóp alþjóðastofnanir eins og Nató, Alþjóðabankann og Evrópusambandið.
Fyrstu áratugina eftir stríð var alþjóðakerfið vestrænn valkostur við kommúnismann í austri. Eftir að Sovétríkin féll fyrir bráðum 30 árum átti eitt og sama sniðmátið að gilda fyrir alla heimsbyggðina.
Innrásin í Írak 2003 var prufukeyrsla á sniðmátinu. Innrásin mistókst. Þrátt fyrir efnahagslega og hernaðarlega yfirburði urðu Bandaríkin að játa sig sigruð.
Reynt var að fela mistökin með því að kalla alþjóðavæðinguna stríð gegn Ríki íslams. Þar eru endaskipti höfð á sannleikanum. Innrásin kom fyrst, Ríki íslams á eftir. Á meðan Hussein stjórnaði Írak og Assad öllu Sýrlandi var ekkert Ríki íslams.
Þeir fimm þúsund hermenn sem enn dvelja í Írak eru meira til sýnis en að þeir skipti einhverju máli.
Á meðan Bandaríkin voru valkostur við Sovétríkin voru þau trúverðugur oddviti vestrænna gilda andspænis kommúnisma, sem vel að merkja, er vestrænn. Andspænis trúarmenningu múslíma eru Bandaríkin ekki valkostur. Vestræn pólitísk menning er ekki sú útflutningsvara sem menn héldu hana vera.
Bandaríkin ekki lengur lögga heimsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er hollt að rifja þetta aðeins upp, Páll.
Eina alþjóðavæðingin sem var í gangi frá og með 1945 var kommúnisminn. Alþjóðavæðingu hans þurfti að stöðva. Stöðvun alþjóðavæðingar kommúnismans var það sem framtíðin á jörðinni byggðist á:
1. Þýska hagkerfið var þarna eitt stórt núll. Það hafði gert sit að núlli. Það var ekki fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Það var núll. Og enginn gat endurreist það nema Bandaríkin - og enginn annar gat endurreist Evrópu.
2. Japanska hagkerfið var einnig eitt stórt núll. Það var ekki fjórða stærsta hagkerfi heimsins, því það var núll. Og enginn gat endurreist það nema Bandaríkin.
3. Kína var þarna núll og valdi leið alþjóða-kommúnismans inn í helvíti.
4. Bretland var þarna um 1945 kapítalistískt stórveldi og gat vel tekið þátt í að endurreisa hinn vestræna heim og þess að njóta ávaxta hans. En Bretland valdi útópískan sósíalisma alþjóða-kommúnismans og þjóðnýtti sig og sinn iðnað, ásamt stórfyrirtækjum sínum á sviði samskipta og lífs. Bretland varð því ófært um að njóta endurreisnar Vesturlanda, með formann Sám-frænda við stýrið. Þannig eyðilagði Bretland möguleika sína á því njóta ávaxta kapítalismans. 10 árum síðar lá efnahagur þess í rústum alþjóðasósíalismans (nallinn) á meðan spritt-nýir Mercedes-Benz frá Vestur-Þýskalandi fóru sigurför um hinn vestræna heim og Hondur fóru að berast af færiböndum bandaríska kapítalismans í Japans.
Frá og með þá leit enginn nema vinstrisinnaður fábjáni við alþjóðavæðingu kommúnismans og sósíalismans. Það voru þeir sem síðar stofnuðu skúffelsisbatterí ESB-sósíalismans.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 27.12.2018 kl. 11:41
Ekkert sambýli á jafnréttisgrundvellier mögulegt við Íslömsk ríki Miðaustursins. Þau skilja ekkert nema steyttan hnefa.
Halldór Jónsson, 27.12.2018 kl. 13:14
Ég taldi alltaf að orsök innrásarinnar î Írak hefði verið hefnd Bush vegna áràsarinnar á tvíburaturnAna.
Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2018 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.