Frumþörfin og fótbolti

Í fótbolta finna menn hetjur og skúrka á leikvellinum. Framkvæmdastjórar tala í hálfkveðnum vísum líkt og hofguðir forðum.

Fótboltinn svarar sem sagt tveim frumþörfum mannsins, fyrir ævintýri og dultrú. Upphafsverk vestrænna bókmennta, Ilíonskviða Hómers, er sígilda útgáfan um tvö lið að berjast um heiður. Liðstjórarnir Menelás og Priam skipulögðu, guðirnir ýmist veittu brautargengi eða ónýttu fyrirætlanir og hetjurnar voru breyskar, fóru t.a.m. í fýlu eins og Akkiles.

Í nútímanum er ævintýrið leiktíðin frá ágúst til maí. Enskir bjóða á jólum upp á hátíðarútgáfu með mörgum leikjum.

Pep Guardiola, heimspekilegastur ensku stjóranna, hittir naglann á höfuðið þegar hann segir fótboltann óútreiknanlegan.


mbl.is Liverpool og Tottenham betri en við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband