Miðvikudagur, 26. desember 2018
Trump-friður í Jerúsalem
Fyrir ári tilkynnti Trump að sendiráð Bandaríkjanna yrði flutt til Jerúsalem. Arabar brugðust við með fjöldamótmælum og vestrænir fjölmiðlar spáðu öldu hryðjuverka. Ekki gekk það eftir.
Jerúsalem þrífst á vaxandi ferðamennsku og bæði gyðingar og arabar njóta góðs af, segir í Die Welt.
Samhliða ákvörðun Trump um flutning á sendiráðinu var dregið úr bandarískum fjárstuðningi til palestínuaraba. Þeir arabísku höfðu komist upp með að stunda hryðjuverk gegn bandarískum þegnum en fá engu að síður bandarískt skattfé í þróunaraðstoð. Hingað og ekki lengra, segir Trump, og gerir palestínuaraba ábyrga fyrir tjóni bandarískra þegna.
Arabar höfðu komist upp með að bíta höndina sem fóðraði þá. Skamm, segir Trump, og þeir arabísku tileinka sér betri mannasiði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.