Evrópskir Trump fordómar staðfestir

Stórútgáfan Der Spiegel í Þýskalandi sendi stjörnublaðamann sinn í smábæinn Fergus Falls í Minnesota í Bandaríkjunum. Meirihlutinn í Fergus Falls kaus Trump. Verkefni útsendara Spiegel var að bregða ljósi á bæjarbúa í Trump-samfélagi. 

Blaðamaðurinn fékk heila 38 daga í verkefnið og skilaði af sér ritgerð fremur en blaðagrein um kjósendur Trump. Der Spiegel birti það sem pantað var: ítarlega úttekt á heimskum og illa gerðum kjósendum Bandaríkjaforseta. Þeir eru rasískir, fákunnandi, ósigldir, menningarsnauðir og dólgslegir. 

Ritstjórum Der Spiegel yfirsást eitt smáatriði. Ritgerðin er uppspuni, falsfrétt, skáldskapur stjörnublaðamannsins margverðlaunaða, Claas Relotius.

Lúpulegir senda ritstjórar Spiegel annan blaðmann til að biðja bæjarbúa í Fergus Falls afsökunar. Blaðamaðurinn fær þrjá daga að hafa uppi á helstu heimildamönnum Relotius og leita eftir fyrirgefningu.

Bæjarbúar í Fergus Falls eru stórir í sniðum og taka þýska útsendarann í sátt.

Blaðamaður Spiegel biðst ekki afsökunar á þeim fordómum sem voru ástæða þess að falsfréttamaðurinn Claas Relotius var upphaflega gerður út til að draga upp mynd af kjósendum Trump.

Fordómarnir eru nefnilega ekta.


mbl.is „Ég er aleinn í Hvíta húsinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En óheppilegt að samsæri "rannsóknarblaðmanna"-vikuritsins Der Spiegel skyldi komast upp. Ef að utanaðkomandi hefðu ekki komist að þessu, þá hefði öll ritstjórn blaðsins getað haldið þessu leyndu áfram, eins og ætlunin var frá upphafi, og selt meira af Ameríkuhatri af verstu sort. Það er jú þannig sem blaðið hefur verið rekið áratugum saman. Þetta er jú "rannsóknar"blaða mennskan.

Reyndar hef ég aldrei heyrt um fjölmiðil sem getur sig út fyrir að vera fyrst og fremst "órannsakandi" - og ekki þjakaður af heimsþekktri leti.

Þetta er sennilega orðin stærsta ponzy-stétt heimsins nú um daga. Og allt selst eins og heitar lummur, þökk sé risavöxnum hópi af háskólamenntuðum lesendum. Það eina sem gildir er að hafa stór og sakleysisleg augu vissra dýra og grenjandi börn á lager. Nógu mikið tilfinningalegt klám. Þá tekur steingelda háskólakynslóðin við sér.

Kveðjur og gleðileg jól

Gunnar Rögnvaldsson, 25.12.2018 kl. 16:01

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Der Spiegel hefur verið í did við að opinbera fordóma sína til Bandaríkjanna eins og sjá má á meðfylgjandi tvíti sendiherra BNA (þ.e.ef mér tekst að setja myndina inn á síðuna þína. 

<blockquote class="twitter-tweet"><p lang="en" dir="ltr">. <a href="https://twitter.com/DerSPIEGEL?ref_src=twsrc%5Etfw">@DerSPIEGEL</a> says they don&#146;t have any anti-American bias. But the facts tell a different story. Below are only a few examples. <a href="https://twitter.com/sefi99?ref_src=twsrc%5Etfw">@sefi99</a> <a href="https://twitter.com/hashtag/spiegelgate?src=hash&amp;ref_src=twsrc%5Etfw">#spiegelgate</a> <a href="https://t.co/zf5uraPoqD">pic.twitter.com/zf5uraPoqD</a></p>&mdash; Richard Grenell (@RichardGrenell) <a href="https://twitter.com/RichardGrenell/status/1076258972783525891?ref_src=twsrc%5Etfw">December 21, 2018</a></blockquote> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script>

Ragnhildur Kolka, 25.12.2018 kl. 17:58

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta var frekar mislukkað en tvítið sýnir 20 forsíður Der Spiegel þar sem hæðst er að BNA og Trump.

Ragnhildur Kolka, 25.12.2018 kl. 18:02

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll og Gleðileg jól,

Þekki ekkert um þetta mál, en þetta kemur þessari frétt lítið við.  Þessi veggur átti að rísa á kostnað Mexíkó, samkvæmt margítrekuðum kosningaloforðum Trumps (ekki Repúblikana)  Þessi veggur, sem Mexíkó átti að fjármagna 100% var langstærsta kosningaloforð Trumps (ekki Repúblikana).  Auðvitað borgar Mexíkó ekki einn pesó í þetta og margra tuga milljarða dollara kostnaður við þetta lendir á okkur, bandarískum skattgreiðendum.  Þetta er svona álíka gáfulegt og líklegt til árangurs og ef Íslendingar girtu 200 mílurnar með 30m djúpri flotnetsgirðingu.  Fyrir þetta er öryggi okkar stefnt í hættu!

Jólakveðjur,

Arnór Baldvinsson, 25.12.2018 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband