Bylting ađ ofan í Evrópu

Gulvesta-mótmćlin í Frakklandi beindust ađ hluta gegn Evrópusambandinu. Rétta svariđ viđ mótmćlunum er ađ bylta Evrópu ađ ofan, međ ţví ađ gera ESB ađ einu Evrópuríki, segir einn helsti talsmađur frjálslyndra vinstrimanna á Evrópuţinginu.

Guy Verhofstadt, fyrrum forsćtisráđherra Belgíu, og forseti bandalags frjálslyndra á Evrópuţinginu, segir í grein ađ Stór-Evrópa, međ sameiginlegum herafla, einum fjárlögum og fullveđja ríkisvaldi geti mćtt kröfum íbúa álfunnar um hagsćld og innra sem ytra öryggi.

Á síđustu árum gengur stjórnmálaţróun í Evrópu í ţveröfuga átt viđ ţađ sem Verhofstadt óskar sér. Brexit og framgangur stjórnmálaflokka sem vilja minni ESB en ekki Stór-Evrópu er órćkur vitnisburđur um kulnađar glćđur hugsjónar um sameinađa heimsálfu.

Tillaga Verhofstadt veitir innsýn í vaxandi örvćntingu ráđandi afla í Evrópusmabandinu. Macron Frakklandsforseti átti ađ vera svariđ viđ hnignun ESB. Bandalag Macron og Merkel í Ţýskalndi skyldi veita forystu í umsköpun sambandsins. Gulvesta-mótmćlin lömuđu Macron og Merkel ćtlar ađ draga sig í hlé frá stjórnmálum.

Mótsögn ESB er ađ sambandiđ er of sterkt til ađ ţjóđríkin innan ţess geti svarađ kröfum kjósenda um endurbćtur á skipan efnahagsmála og í málefnum innflytjenda en of veikt til ađ móta sameiginlega stefnu í ţessum málaflokkum. Undir ţessum kringumstćđum yrđi bylting ađ ofan hreint og klárt valdarán.

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband