Helga Vala þegir - Samfó slær met í hræsni

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar er þögul sem gröfin um kynferðislega áreitni Ágústar Óafs. Yfirleitt er Helga Vala með skoðun á öllu, því sterkari sem hún veit minna um málið.

Samfylkingin slær met hræsni þegar mál Ágústar Ólafs og Klaustursexmenninganna eru borin saman. Ágúst Ólafur hafði í frammi kynferðislega áreitni og niðurlægði konu með háðsglósum um útlit hennar og vitsmuni. ,,Mér fannst ég líka algjör­lega nið­ur­lægð og var gjör­sam­lega mis­boðið vegna ítrek­aðra ummæla hans um vits­muni mína og útlit," skrifar fórnarlamb Ágústar Ólafs, Bára Huld Beck.

Klaustursexmenningarnir á hinn bóginn deleruðu sín á milli um mann og annan og lýstu kynferðisórum sínum. En þeir spjölluðu sín á milli og gerðu engum neitt. Samtalið var aftur hljóðritað ólöglega og gert opinbert þar sem fjölmiðlar veltu sér upp úr ósómanum.

Orð, sögð í lokuðum hópi, geta aldrei verið jafn alvarleg og sá verknaður sem Ágúst Ólafur hafði í frammi. Í tilfelli Ágústar Ólafs er gerandi og fórnarlamb. Í tilfelli orðavaðalsins á Klaustri eru engir gerendur, því ekkert var gert, og engin fórnarlömb fyrr en fjölmiðlar nýttu sér ólöglega hljóðritun og otuðu fram á opinberan vettvang einkasamtölum.

Aðeins siðlaust fólk sér ekki þennan greinarmun. Samfylkingin er siðlaus flokkur sem sér flísina í auga náungans en ekki bjálkann í eigin auga. 


mbl.is Siðareglurnar nái varla yfir mál Ágústs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Skilyrðislausa lögreglurannsókn á máli Marvins. Voru vitorðsmenn?

Halldór Jónsson, 14.12.2018 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband