Sunnudagur, 9. desember 2018
Katrín J: kynferðisleg áreitni er flokksmál
Fyrrum ráðherra og þingmaður Samfylkingar segir kynferðislega áreitni þingmannsins Ágústar Ólafs vera innanflokksmál sem ætti ekkert erindi við almenning.
En þegar ólögleg hlerun á samtölum þingmanna Miðflokksins ber á góma er það sko alls ekki innanflokksmál heldur þjóðarinnar allrar, sem ætti að taka höndum saman og hrekja þingmenn Miðflokksins af þingi.
Samfylkingarfólkið telur kynferðislega áreitni léttvæga en ólöglega hleruð einkasamtöl stórpólitískt mál - þó ekki hlerunin - heldur innihaldið. Þegar þingmaður Samfylkingar atyrti konuna sem hafnaði honum er það líka léttvægt - enda var ógnarorðræðan ekki hleruð.
#metoo-byltingin staldraði ekki lengi hjá Samfylkingunni.
Málinu á að vera lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef eitthvað réttlæti væri til þá væru þetta jafnframt síðustu orðin sem sögð væru um Samfylkinguna: #metoo-byltingin staldraði ekki lengi hjá Samfylkingunni
Ragnhildur Kolka, 9.12.2018 kl. 22:50
Liklega ekki heldur konum hinna vinsti flokkanna heldur ?
rhansen, 9.12.2018 kl. 22:53
Samfylkingin á sér ekki hliðstæðu
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.12.2018 kl. 03:03
Sé fyrir mér þá opinberu aftöku sem hefði orðið ef þingmaður sjálfstæðismanna yrði sekur um það sama. Tvískinnungur pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar á sér engan líkan.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2018 kl. 04:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.