Sunnudagur, 9. desember 2018
RÚV í klaustri Samfylkingar; Ágúst ábóti laus allra mála
RÚV hannaði enn eina klausturfréttina í hádeginu. Líklega eru þær orðnar um 40 fréttirnar af ólöglega hleruðum drykkjulátum þingmanna Miðflokksins. Engin frétt var um Ágúst Ólaf þingmann Samfylkingar sem viðurkenndi á föstudagskvöld að hafa áreitt konu kynferðislega.
Ríkisútvarp vinstrimanna stendur undir nafni. Það leitar uppi og gerir sem mest úr yfirsjónum pólitískra andstæðinga vinstriflokkanna en dregur fjöður yfir alvaralegri brot þeirra sem eru í náðinni hjá Gróu á Efstaleiti.
RÚV ætti ekki að vera á framfæri almennings, heldur fjármagnað af flokkssjóði Samfylkingar.
Kom Þorsteini ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bull hjá Samfylkingunni. Að skipa ráð sem sker úr um hvort eitthvað saknæmt hafi gerst eður ei, er með eindæmum vitlaust. Samfylkingarfólk líkjast kirkjunnar mönnum. Þeir ætla að hafa valdið í sínum höndum. Hafi eitthvað saknæmt á sér stað, milli Björgvins og konunnar, er það lögreglu, eftir rannsókn, að skera úr um það. Eins máttlítið og það getur verið.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 9.12.2018 kl. 13:01
Ætli það sé ekki óhætt að leggja niður lögregluembættin? Siðanefndir stjórnmálaflokkanna taka bara að sér afgreiðslu málanna - og leikhúsin hjálpa til.
Kolbrún Hilmars, 9.12.2018 kl. 14:10
Þessi kona sem tók upp drykkjurausið á Klausturbarnum hefur verið prísuð sem "þjóðhetja". Þvílíkt bull!
Hún hefði kannski orðið hetja, hefði hún staðið upp og lýst yfir vanþóknun sinni á þessu ruddatali. Kannski hefðu jafnvel einhverjir úr hópnum tekið undir með henni. Það er nú einu sinni oft háttur manna að sitja undir tali sem þeim líkar ekki, án þess að segja orð. Í þessu tilviki eru þeir gerðir meðvirkir.
Þess í stað læðupokast hún við að taka þetta upp og koma því í fjölmiðla, hvílíkur "hetjuskapur"!
Hverjum hefur þetta orðið til gagns og hvað hefur brotnað niður?
Hefur þessi kona bætt þjóðlífið?
Hlutur Borgarleikhússins er svo sér á parti.
Hörður Þormar, 9.12.2018 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.