Danir missa raforkuna til útlendinga

500 milljarðar ísl. króna tilboð í dönsku rafveituna Ørsted sýnir að eftir nokkru er að slægjast á raforkumarkaði Evrópu, sem hugmyndir eru um að Ísland tengist með þriðja orkupakkanum.

Það á svo að heita að danska ríkið sé meirihlutaeigandi Ørsted en það eru stjórnendur félagsins ásamt minnihlutanum sem véla um söluna.

Ef Ísland verður hluti af þessum raforkumarkaði, með innleiðingu þriðja orkupakka ESB, yrði það dauðadómur yfir fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum.

Fjárhagslegir hagsmunir að tengjast orkuneti Evrópu verða svo gríðarlegir að engin stjórnvöld munu standast freistinguna.

Eina leiðin er að byrgja brunninn áður en óskabarnið fellur ofan í; með því að hafna þriðja orkupakkanum og aftengja Ísland orkustefnu ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Til þess eru vítin til að varast þau!".

Segir máltækið.

Jón Þórhallsson, 4.12.2018 kl. 13:19

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hefur nú í sjálfu sér ekki verið hindrun fram til þessa fyrir fjárfestingum útlendinga í íslenskum orkufyrirtækjum að þessi orkupakki hafi ekki verið innleiddur. Né hefur það staðið í vegi fyrir því að orkan sé seld á undirverði til erlendra fyrirtækja.

Annars velti ég því stundum fyrir mér í öllu þessu fullveldistali hverra fullveldi verið er að tala um. Mest virðist þetta snúast um að tryggja að stjórnmálamenn hafi vald til að banna þegnunum hitt og þetta, svo sem að kaupa erlendar landbúnaðarafurðir, selja orku til útlanda eða annað þvíumlíkt. Er markmiðið kannski fyrst og fremst að tryggja völd stjórnmálamanna yfir lífi þegnanna?

Þorsteinn Siglaugsson, 4.12.2018 kl. 13:27

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Af tvennu illu er skárra að okkar eigin stjórnmálamenn hafi völd yfir lífi þegnanna en okkur ókunnir erlendir milljarðamæringar.  Við getum þó rekið þá fyrrnefndu...

Kolbrún Hilmars, 4.12.2018 kl. 15:51

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Erlendu milljarðamæringarnir hafa verið að kaupa upp orkufyrirtækin hvort eð er og innlendir spilltir stjórnmálamenn hafa ekki látið sitt eftir liggja við að selja hana til þeirra á undirverði.

Þegnarnir eiga að hafa völdin yfir eigin lífi sjálfir. Ekki stjórnmálamenn. Ég kýs fullveldi einstaklinganna umfram "fullveldi" pólitíkusanna yfir þeim.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.12.2018 kl. 16:09

5 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Mikið er ég sammála þér Þorsteinn. Ég á stundum mjög erfitt með að skilja þjóðernissinna...

Snorri Arnar Þórisson, 4.12.2018 kl. 16:27

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þorsteinn, auðvitað eiga þegnarnir að hafa völdin yfir eigin lífi sjálfir.  Þannig er það bara ekki í raunveruleikanum; við kjósum fulltrúa til þess að stjórna fyrir okkur því sameiginlega á meðan við sinnum einkamálunum - og vinnum fyrir kaupinu þeirra!

Kolbrún Hilmars, 4.12.2018 kl. 17:02

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það þarf að takmarka völd stjórnmálamanna, og ekki bregðast ókvæða við þegar alþjóðasamningar sem við erum aðilar að krefjast slíkra takmarkana. Þess í stað eigum við að fagna því.

Og svo þarf að fækka þeim, vitanlega Helga. Þá verða færri gráðugir munnar að metta fyrir okkur skattgreiðendur.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.12.2018 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband