Mánudagur, 3. desember 2018
Katrín fær stuðning frá Loga
Forsætisráðherra fær sérstaka stuðningsyfirlýsingu frá formanni Samfylkingar:
Sagðist Logi telja forsætisráðherra geta leikið stórt hlutverk í því samtali sem þyrfti að eiga sér stað. Hún hefði þann trúverðugleika sem þyrfti til þess og sagðist Logi treysta henni til þess.
Samtalið, sem Logi vísar til, gengur út á að sannfæra þjóðina að alþingismenn séu ekki illa upp alin kvikindi sem ekkert aumt mega sjá án þess að níðast á því í orðum eða gerðum.
Orð eru til alls fyrst.
Hvað gerum við nú? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er gósentíð sjalfumglaðra og heilagra sem fá bullandi móral eftir drykkju annarra og vilja fylleríssiðareglur um ölæði annarra.
Fyrsta reglan gæti verið: Þegar farið er á fyllerí skal ávallt velja fyllerísstjóra. Hann setur fyllerísþingið með því að skála og tilnefna ritara sem kveikir á símanum sínum.
Logi og fleiri eldklerkar munu svo móta betur hvað má segja og syngja í ölæði og hvað ekki má segja og syngja í ölæði.
Eftir fyllerí skulu upptökurnar sendar á DV, Kvennablaðið og Stundina.
Benedikt Halldórsson, 3.12.2018 kl. 22:20
Hvernig var þetta fyrir hrun/rán? Staðföst trú á stöðugleika himneskt andrúmsloft og dugmikið ungt fólk að marka sína framtíð með ótal möguleikum til allskins mennta. Verðandi öldungar farnir að hugsa um sína "framtíð" safna í baukinn. Datt ekki í hug að bak við sjónarönd bruggaði skrattinn launráð.
Sumir höfðu hugboð um útafkeyrslu í hraðakstri matadora bankanna,í guðanna bænum nefndu það ekki,við erum svo klár-ir. Síðan bang og logarnir lifa enn!
Lumar einhver á upptöku frá þessum tíma,beittasta vopnið hvað eru mörg Stjórnarskrabrot í því? Benedikt siðareglur? Þær eru aldrei haldnar og almennt agaleysi hefur m.a.átt þátt í hvernig komið er.
Helga Kristjánsdóttir, 4.12.2018 kl. 04:01
Fólk er ekki fullkomið. Bara þeir sem gera aldrei mistök að eigin hyggjuviti. Vandinn er ekki fólkið sem gerir mistök. Vandinn í pólitík og sambúð er fólkið sem er of fullkomið að eigin áliti til að geta gert mistök. Það er með "syndir" annarra á heilanum, hvort sem hann er maki eða pólitískir andstæðingar.
Þegar fyllerísröfl er opinberað bregður "syndugu" fólki að sjálfsögðu í brún. Það kastar því ekki fyrsta steininum. Bara fólkið sem gerir aldrei mistök og meðvirkir sem láta sannfærast.
Fullkomna fólkið er svo sannfærandi að það nær oft að heilaþvo maka og jafnvel þjóðina um dauðasyndir annarra sem eru ekki á skalanum frá núll upp í hundrað eftir alvarleika brotanna. Nei, það er annaðhvort núll eða hundrað, sekt eða sakleysi. Það er heldir engin skali á ofsareiði þess og vandlætingu í garð hinna seku. Það mætir í sjónvarpsviðtöl og sannfærir æ fleiri um alvarleika málsins. Það gerir úlfalda úr mýflugu og fer létt með það.
Fólk sem hefur verið í sambúð með slíku fólki getur eldrei gert því til hæfis. Það versta er fólk sem er sannfært um sök annarra er hrikalega sannfærandi - eðlilega. En þegar það sjálft gerir "mistök" ypptir það bara öxlum og segir gjarnan - ég er nú bara mannlegur - sem er alveg hárrétt en það eru annað fólk líka. En það sér það ekki.
Allt sem fer úrskeiðis í þeirra lífi annarra er öðrum að kenna. Það er engar tilviljanir, engin slys, bara illur ásetningur annarra - ef þeim finnst það.
En það er alveg sama hvað maki eða opinberar persónur bæta sig. Alltaf finnur sá fullkomni nýjar og frumlegar ásakanir.
Benedikt Halldórsson, 4.12.2018 kl. 07:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.