Föstudagur, 30. nóvember 2018
Snjall Skúli, mistök Icelandair eða WOW á hrakvirði?
Markaðurinn refsaði Icelandair fyrir að gefa frá sér WOW, hlutabréfin féllu í gær og dag. Á yfirborðinu heyktist Icelandair á kaupunum þar sem skuldir WOW reyndust meiri en áætlað var.
Í reynd er ekki ólíklegt að yfirstjórn Icelandair hafi metið það svo að ábyrgðin á einu risafélagi með þúsundum starfsmanna og nánast allri ferðþjónustu landsins hafi ekki verið áhættunnar virði. Fyrirsjáanlegar uppsagnir starfsfólks og minna framboð af ódýrum fargjöldum, já, þeim sem kollkeyrðu WOW, myndi kalla fram harða gagnrýni.
En svo getur verið að Skúli Mogensen hafi talað við tvo aðila samtímis, Icelandair og Indigo, og ákveðið að taka betra tilboðinu.
Þriðja útgáfan er að Indigo hafi beðið á hliðarlínunni, stokkið til þegar Icelandair kippti að sér höndunum og fái WOW á hrakvirði.
Fréttir af fyrstu uppsögnum á starfsliði WOW sama dag og tilkynnt var að Indigo ætli að kaupa félagið bendir til að áætlanir um uppstokkun eru útfærðar.
Næstu dagar og vikur leiða í ljós hver kyns er á íslenska flugmarkaðnum. Ólíklegt er þó að Skúli og félagar setjist að sumbli á miðborgarbar og úthrópi meiningu sína sem verði hleruð og sett i fjölmiðla.
Sigurður og Skúli ræddu stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvenær verða fréttir eitthvað annað en getraunir 1x2,ég tippa á 1 *áfram Skúli.
Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2018 kl. 04:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.