Fimmtudagur, 29. nóvember 2018
Prúðu þingmennirnir, lögin og refsivöndurinn
Síðast þegar að var gáð er öllum heimilt að hafa í frammi gildisdóma um mann og annan, hvort heldur næstum edrú eða allsgáðir.
Prúðu þingmennirnir vita að ekki er hægt að lögsækja fyrir fyrir slúður.
En þá er að virkja þingsköp til að berja á kjaftagangi á krá út í bæ. Þeir prúðu fá auglýsingu og bergmálsfjölmiðlar frétt.
Vilja að siðnefnd fjalli um ummælin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og það er öllum frjálst að kjósa ekki aftur á þing menn sem halda fund á öldurhúsi og m.a. grera grín að Freyju Haraldóttur fyrrverandi þingmanni og saka aðra Alþingiskonu um að hafa reynt að nauðga sér. Minni að Alþingismenn eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar í allt að 4 árum og eru því hvar sem þeir eru, hvenær sem er fulltrúar kjósenda sinna á opinberum stöðum. Og því eru þeir ábyrgir orða sinna hvort sem þeir eru fullir eða ófullir. Og ef Páli fynnst það gidlisdómur að kalla konu "kunntu" þá verði honum að góðu. Eða tala um samþingmenn sína og útlit þeirra eins og þeir gerðu. verði Páli að góðu. En minni á að þingmenn eru undir siðareglum sem þeir settu sér sjálfir og þetta fer gegn þeim freklega. Og þó þetta falli kannski ekki undir hegningarlög þá fellur þetta það kannski að koma fram við annað fólk af virðingu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2018 kl. 16:15
Ólíkt þér, Magnús Helgi, hef ég ekki sökkt mér ofan í fjölmiðlaútgáfuna af kjaftaganginum á kránni. Ég hef raunar ekki í geð í mér að blanda mér í þá umræðu.
Páll Vilhjálmsson, 29.11.2018 kl. 16:20
En skv. blogginu hér að ofan finnst þér þetta bara í fínu lagi? Ef þetta eru ekki hegningarlagabort þá sé þetta bara allt í lagi? Get bara ekki skilið þetta blogg öðruvísi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2018 kl. 16:36
Við vitum það Magnús að samfylkingarfólk stendur öðru fólki framar hvað varðar manngæði og siðvendni. Það myndi aldrei koma til greina og það hefur örugglega aldrei gerst að á samkomum þar sem samfylkingarfólk er samankomið að það tali óvirðulega um andstæðinga sína pólítík.
Stefán Örn Valdimarsson, 29.11.2018 kl. 17:31
Þessi ummæli munu seint verða þessum mönnum til sóma, en ekki ætla ég að segja öðrum hvernig þeir eiga að tjá sig.
Ragnhildur Kolka, 29.11.2018 kl. 17:46
Hver er þessi deep throat sem læðist að þingmönnum á fylleríi á Klaustrinu? Enginn maður á að fara á þennan stað fyrr en hann axlar ábyrgð á svona skítseiði.
Hvað annað skyldi ekki þrífast á svona skítastað þar sem svona illþýði situr um heiðarlegt fólk?
Halldór Jónsson, 29.11.2018 kl. 19:03
Svo það er þá sá sem ljóstraði upp um skítseiðin sem er skítseiðið?
Það var svo sem auðvitað!
Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2018 kl. 21:32
Að vera dóni er kannski ekki lögbrot, en útvega mönnum sendiherrastöður gegn því að fá þann greiða endurgreiddan síðar? Einnig kemur marg fram að fólki hafi verið redduð hin og þessi störf í krafti valda þeirra. Eru ekki flestir sammála því að þarna eru hugsanleg lögbrot sem þarf að skoða?
Snorri Arnar Þórisson, 30.11.2018 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.