Miðvikudagur, 28. nóvember 2018
Borgarastyrjöld Pírata á alþingi
Píratar standa fyrir óeirðum á alþingi. Þar beita þeir valkvæðri heimsku, þykjast hvorki þekkja til skráðra né óskráðra siðareglna, jafnframt því sem þeir væna samþingsmenn um glæpamennsku.
Píratar fæddust í búsáhaldabyltingunni og eftirmálum hennar. Eðli þeirra er að rífa niður en ekki byggja upp.
Á meðan Píratar eru á alþingi er styrjaldarástand - og vantraust þjóðarinnar á þinginu minnkar ekki við það.
Alvarlegur leki úr forsætisnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig ætli ástandið yrði á venjulegum vinnustað ef tilteknir starfsmenn legðu sig í líma við að saka einhverja vinnufélaga sína um glæpastarfsemi og hóta þeim lögreglurannsóknum?
Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2018 kl. 15:25
Hvað ætli þú yrðir lengi í vinnu á venjulegum vinnustað ef þú misnotaðir akstursgreiðslur eins og Píratar eru að benda á?
Einar M. Atlason, 28.11.2018 kl. 15:53
Píratar eru í meirihluta í borginni. Þar er Dagur Eggertsson dýrari í rekstri fyrir skattborgara heldur en Ásmundur þegar kemur að akstursgreiðslum. Píratar vilja samt ekkert tala um Dag, enda er hann Sósíaldemókrati, alveg eins og þeir sjálfir:
Valur Arnarson, 28.11.2018 kl. 16:19
Hafa Píratar ekki bara tekið við samfélagskláðanum eftir að VG urðu húsvandir?
Ragnhildur Kolka, 28.11.2018 kl. 17:06
Neituðu bolsévikkar sér sjálfum um betri lífskjör þegar þeir voru búnir að kála keisaraanum? Allir sækja í þægindin fyrir sig þegar þeir geta náð þeim og Píratar eru ekkert öðruvísi.Sjáið Birgittu, Friðrik Sóf með Báknið Burt og hvað þeir heita, Vilhjálm Birgisson, Hönnu Birnu, Geir Haarde, Svavar Gestsson, Jón Baldvin,osfrv.
Aðeins Alaxander mikli breiddi úr sér íkeisarahöllinni í Persíu og sagði við Hepastion ástmann sinn. Ja svona er að vera kóngur. En hann elskaði stríðið meira en einhvern lúxus og í hans augum var herförin sjálf það sem skipti máli í lífinu, erfiðið og hættan eins og fram kemur í ræðunnni sem hann flutti við Hindu Kusk yfir hernum sínum sem var búinn að fá nóg og vildi fara heim.Þannig eru flestir og Píratar sem aðrir, vilja bara puð í stuttan tíma og grabba svo fyrir sig og og grafa beinið sitt eins og aðrir hundar og fara svo á öruggan atað með það sem þeir hafa. Menn eins og Alexander eru fágætir enda var hann aðeins um þritugt þegar þetta var og meðvitaður um að lífið er stutt.Hann brast í grát þegar hann horfði yfir herinn fyrir orrustuna við Issos. Af hverju Alexander? Eftir örfá ár er allur þessi dýrðarher dauður svaraði hann.
Flestir sem eru yfir þríturgt eru farnir að hugsa meira um framtíðinma og þægindin. Sá ungi lifir meira í núinu og bardaganum. Senatið hugsar öðruvísi en hermaðurinn. Þessvegna eiga menn helst afrekstíma sína fyrir þrítugt. Það kom lítið nýtt frá Einstein eftir það.Hetjudáðir eru þá drýgðar eða ekki. Auðvitað yfirleitt.
Halldór Jónsson, 29.11.2018 kl. 05:57
Það er þessvegna sem ég treysti Trump meira en einhverjum venjulegum blókum. Hann þarf ekki meiri peninga.Soros þarf ekki meiri peninga heldur en hann er öðruvísi maður en Trump.Ég treysti ekki Hillary eða Bill því þau eru á eftir peningum fyrir sig, hafa ekki nóg.Sama og allir þingmenn Pírata. B jarni á meira í handraðanum og því getur hann hugsað eitthvað út fyrir sinn kassa. Kata getur það ekki.Sigmundur getur það.
Halldór Jónsson, 29.11.2018 kl. 06:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.