Miðvikudagur, 28. nóvember 2018
Brexit, Trump og Ísland
Trump bauð Bretum fríverslunarsamning fyrir fjórum mánuðum, segja fjölmiðlar, en May forsætisráðherra hafnaði, sagði Breta ekki tilbúna að snúa baki við Evrópusambandinu.
Samningurinn sem May gerði við Evrópusambandið verður líklega felldur í breska þinginu. Bretar verða að velja á milli Bandaríkjanna og ESB, skrifar dálkahöfundurinn Jeremy Warner.
Fari svo að Bretland halli sér meira að Bandaríkjunum og sambandið við ESB kólnar verður Ísland í þeirri stöðu að sitja á milli Bretlands og Bandaríkjanna en með hallærislegan EES-samning við ESB.
Eina raunhæfa leið Íslands er að halda að sér höndunum á meðan stórveldin útkljá sín mál. Ekki undir nokkrum kringumstæðum ættum við að festa okkur í neti ESB. Af því leiðir ættum við að afþakka þriðja orkupakkann.
Þingið kjósi um Brexit 11. desember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Akkurat,svona hvimleiðar pakkasendingar ESB,virka eins og andskotinn sé sífellt að freista fárra
fégráðugra og skilja ekkert hvernig hamingjan býr í þeim dug miklu eyjaskeggjum,sem sjá ekkert spennandi við að deila með þeim ògeðfelldum kúgunum þjóða sem urðu að selja þjóðargersemi sín. Ætla ekki hneygja mig fyrirv íslenskum útþennslustjóra (stækkunarstjóra)
Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2018 kl. 06:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.