Föstudagur, 23. nóvember 2018
Guðni græni - ein spurning
Guðni Th. forseti er formlega kominn í flokk lofthitasinna. Af því tilefni er ein spurning til forseta lýðveldisins.
Hvert er kjörhitastig jarðarinnar?
Guðni má gjarnan ráðfæra sig við nýfengna vísindavini sína áður en hann svarar.
Þjóðir heims standi saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er góð spuning;
nú bíðum við eftir svari frá Guðna.
Jón Þórhallsson, 23.11.2018 kl. 18:43
Svarið við þessari spurningu er ósköp auðvelt.
Það er að hitastigið haldist sem jafnast og svipað því sem nú er.
Hörður Þormar, 23.11.2018 kl. 19:59
Svarið kann að vera auðvelt, Hörður, en afleiðingarnar ekki.
Á rómverska hlýskeiðinu ca. 250 f. Kr. til ca. 400 e. Kr. var meðalhitinn líklega 2 - 2,5 gráður á celius hærri en í dag. Var það slæmt? Merkilegasta siðmenning fornaldar, ESB þess tíma, þreifst vel. Og hver var hlutur mannsins að valda þeirri hlýnun? Síðan kemur hlýskeiðið 800 til 1300 þegar Ísland og Grænland byggðust norrænum mönnum. Var það slæmt?
Páll Vilhjálmsson, 23.11.2018 kl. 20:27
Hér var allt skógi vaxið í og um kringum 1000. Þetta
hafa jarðvísindamenn sannað. Þá var meðal hiti á
Íslandi mun hærri en í dag. Ekki voru víkingskipin
rekin á olíu..!! Svo, hverjir báru ábyrgð
á þessum hita þá..??
Beljurnar..??? Rollurnar..??
Ekki voru það farartækin sem notuð voru þá daga.
Hvernig ætla loftlagselskendur að svara því..??
Sigurður Kristján Hjaltested, 23.11.2018 kl. 21:32
Samkv. rannsóknum danska jöklafræðingsins, Jörgen Peder Steffensen, á Grænlandsjökli, þá hefur hitastig á jöklinum í a.m.k. 800 þús. ár aldrei verið stöðugra heldur en síðustu 11 þús. árin (sjá graf í meðfylgjandi erindi). Kannski var þetta stöðuga hitastig forsendan fyrir sjálfri siðmenningunni?
Enginn veit hvenær eða hvað þarf til þess að þetta viðkvæma jafnvægi raskist.
Í nýlegum sjónvarpspistli þýska eðlisfræðiprófessorsins, Haralds Lesch, koma fram nokkur rök fyrir því að núverandi hlýnun stafi af gróðurhúsaáhrifum. Þau eru í stuttu máli, að hitastig fer hækkandi þrátt fyrir minnkandi útgeislun sólar og hlýnunin er mest áberandi á vetrum, að næturlagi og á hærri breiddargráðum, þ.e. þegar sólar nýtur síst við. 2011 okt 4_Science & Cocktails_Jørgen Peder Steffensen3
Hörður Þormar, 23.11.2018 kl. 21:47
Harald Lesch Ist die Sonne schuld am Klimawandel? | Harald Lesch
Hörður Þormar, 23.11.2018 kl. 21:52
Mannfjöldinn einn, tíu milljarðar seinna á öldinni, hundrað sinnum fleiri en á tímum Rómverja, gerir vandamálin ósambærileg hvað umfang snertir.
Bara það að jöklarnir í Himalaya hverfi mun valda umskiptum á kjörum 2ja milljarða jarðarbúa vegna breytts eðlis þeirra fimm stóru fljóta, sem úr þeim falla.
Höfin súrna og við Íslendingar ættum síst af öllum að vilja taka áhættuna af þeirri þróun.
Hundruð milljóna jarðarbúa á lágum svæðum. Eyðimerkur stækka.
Ein af orsökunum fyrir falli Nikita Krústjoffs voru breytingar á vatnafari, sem í stað þess að efla landbúnað, ollu gríðarlegum umhverfisspjöllum og voru eftir á, en of seint, skoðaðar sem gróf mistök.
Eyðimerkur Íraks og Líbíu segja sögu um fyrri stórveldi Mesópótamíu og Fönikíu, sem hrundu.
Kjörhitastig jarðar eins og nú er í pottinn búið, er hiti með sem minnstum breytingum.
Fikt við við viðkvæmt jafnvægið í lífríki og náttúrufari jarðar, felur í sér hættur sem erfitt er að sjá fyrir, rétt eins og hjá Krústjoff.
Ómar Ragnarsson, 24.11.2018 kl. 21:15
Nákvæmari tala um mannfjöldann á jörðinni. Verður 30 sinnum meiri upp úr miðri þessari öld en hann var fyrir 200 árum.
Ómar Ragnarsson, 24.11.2018 kl. 21:20
Bara viðrekstur og fret alls þessa fólks nemur hversu miklu? Og svo koma beljurnar í viðbót?
Halldór Jónsson, 25.11.2018 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.