Einar, þú gerðir annað og verra en styðja eiginkonuna

Einar Bárðarson almannatengill beitti fjölmiðlum fyrir sér í deilum við OR vegna uppsagnar eiginkonunnar. Hann réðst að mannorði yfirmanns eiginkonunnar og svo gott sem rak hann úr starfi. 

Fjölmiðlar spiluðu með og létu almannatengilinn leika lausum hala sem tengdi uppsögnina við metoo-umræðuna um kynferðislega áreitni. Afleiðingin varð fár á samfélagsmiðlum sem engin innistæða var fyrir.

Fárið sem Einar hratt af stað er á hans ábyrgð og fjölmiðla. En hvorki Einar né fjölmiðlar axla ábyrgð. Einar felur sig á bakvið eiginkonuna og fjölmiðlar standa í skjóli Einars.

Og nú á að kalla þetta geðshræringu. Nei, þetta var ósvífin atlaga að orðspori fyrirtækis og mannorði einstaklings. Einar og fjölmiðlar sitja uppi með skömmina.


mbl.is Yrði dæmdur fyrir að standa með konunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hef nú ekki fylgst vel með þessu máli, skilst þó að hugsanlega hafi uppsögn ekki verið samkvæmt reglunum.  Í fyrstu var fjallað um  brottreksturinn sem einelti og/eða kynferðislega áreitni en nú virðist sem aðeins hafi verið um "frammistöðuvanda" að ræða.  Eða svo er niðurstaða sérstakrar nefndar. Þar sem um fyrirtæki í almannaeigu er að ræða er mikilvægt að farið sé að reglum og allir, starfsmenn sem yfirmenn, hafi á hreinu að gagnrýni á vinnubrögð flokkast ekki undir áreiti eða einelti.

Kolbrún Hilmars, 21.11.2018 kl. 13:56

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Í söguna vantar að karlinn er annálaður fagmaður sem hefur vit á veitukerfum, en konan lenti í sömu hremmingum í síðustu vinnu...

Guðmundur Böðvarsson, 21.11.2018 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband