Þriðjudagur, 20. nóvember 2018
Ódýrari kennarar
Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara myndi lækka laun framhaldsskólakennara. Framsóknarflokkurinn er hlynntur flutningi framhaldsskóla til sveitarfélaga. Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara felur í sér einn kjarasamning.
Laun leika- og grunnskólakennara eru lægri en framhaldsskólakennara. Vegna lélegra launa fæst fólk ekki til starfa í leikskólum.
Til að sveitarfélögin hafi efni á að reka framhaldsskóla þarf að lækka laun kennara. Eitt pennastrik, eitt leyfisbréf, er lausnin.
Vilja ekki eitt leyfisbréf kennara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spurningin er hvort að það væri hægt að láta kennara bjóða í stöður
með sama hætti og smiðir bjóða í verk?
=Hvað viljið þið fá mikið fyrir að vinna X margar stundir á mánuði í 4 ár?
Ef að það t.d. sárvantar eðlisfræðikennara í einhvern skóla þá gæti hann t.d. farið fram á hærri laun en t.d. ef að 10 íslenskufræðingar myndu sækja um sama starfið við sama skóla.
Þá myndi raungeta og lögmál um framboð og eftirspurn haldast betur í hendur.
Jón Þórhallsson, 20.11.2018 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.