Mánudagur, 19. nóvember 2018
Þýskur sérfræðingur: náttúrauðlindir Íslands í þágu ESB
Ísland er ekki á leið í Evrópusambandið, sagði sérfræðingur þýskra stjórnvalda í viðtali við RÚV sumarið 2010, á meðan ESB umsókn Samfylkingar var í gildi. Carsten Schymik, helsti sérfræðingur Þýskalands í málefnum Norðurlanda, segir í RÚV:
Schymik segir Þýskaland hafa hagsmuna að gæta og sjái mikla kosti við inngöngu Íslendinga í ESB. Það snerti náttúruauðlindirnar. ,,Fyrir utan fiskinn eru það endurnýjanlegar orkuauðlindir..."
ESB umsókn Samfylkingar dó drottni sínum 2012. En Þýskaland og ESB hafa enn áhuga á náttúruauðlindum Íslands.
Nýtt í málinu er að ráðherrar Sjálfstæðisflokks leggja sig fram um að færa Evrópusambandinu á silfurfati raforkuna sem framleidd er á Íslandi. Þriðji orkupakkinn gengur út á það.
Blekking djúpríkisins á Íslandi gengur út á að telja þjóðinni trú um að þriðji orkupakkinn sé til að samræma reglur um meðferð raforku og sölu.
Evrópusambandið er stórveldi sem þekkir sína hagsmuni. Í stjórnarráði Íslands sitja heimasætur í þeirri trú að allir pakkar séu gjafir, - og stinga höfðinu ofan í umbúðirnar á meðan fjölskyldusilfrinu er stolið.
Er ekki afsal á forræði auðlindarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spurningin er: Hversu stjórar gjafir hafa vildarvinir ESB og orkupakka taglhnýtingar fengið í formi seðlabúnta og annarra gjafa fyrir hlýðni þeirra við búrókratana í Brussel????????
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2018 kl. 15:25
Landsfundur Sjálfstæðismanna ályktaði gegn frekara framsali á orkuauðlindum landsins til ESB í apríl 2018. Það er afar merkilegt, og í raun sorglegt að Orkupakkaráðherrar flokksins skuli vera laumu-ESB sinnar. Ísland hefur engan hag af því að innleiða pakkann. Við erum í fullum rétti gagnvart EES samningnum að hafna innleiðingu hans og krefjast varanlegra undanþága gegn honum og þeim orkupökkum, sem á eftir koma. Þjóðin hafnar þessu tilræði við fullveldi okkar í eigin orkumálum.
Júlíus Valsson, 20.11.2018 kl. 00:06
Hvað gera menn ekki þegar þeir þurfa að koma slæmum samningum í gegn og ég tala nú ekki um eins og í þessu tilfelli að fara gegn flokkssamþykktum?????
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.11.2018 kl. 10:52
Ekkert er um einkavæðingu orkufyrirtækja í 3. orkupakkanum frekar en þar er ekki orð um skyldu Íslendinga til að leggja eða taka á móti sæstreng.
Umræðurnar um 3. orkupakkann taka sífellt á sig nýjan svip. Nú stendur það framarlega að með honum sé lagður grunnur að einkavæðingu Landsvirkjunar.
Ekkert er um einkavæðingu orkufyrirtækja í 3. orkupakkanum frekar en þar er ekki orð um skyldu Íslendinga til að leggja eða taka á móti sæstreng.
Björn Bjarnason.
Helgi Rúnar Jónsson, 20.11.2018 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.