Sólveig Anna og kaldlyndar menntakonur

Konur ,,sem starfa í umönn­un og í þjón­ustu­störf­um" eru ,,þjón­ustu­lundaðar, bros­mild­ar, góðar, elsku­leg­ar, kær­leiks­rík­ar," segir Sólveig Anna sósíalisti og formaður Eflingar.

Menntakonur eru sem sagt kaldlyndar og eiga ekkert gott skilið enda þær hluti af auðvaldinu.

Sólveig Anna aftur: ,,Þetta er gríðarlega mik­il­væg sósíal­ísk og fem­in­ísk krafa" - þ.e. að hjarthreinar og góðar konur fái kauphækkun. Skítt með hinar.

Maður fær sér popp og kók til að fylgjast með framvindu ,,sósíalísk-femínísku" umræðunnar.  


mbl.is Stödd í „grafalvarlegum stéttaátökum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þarf eitt endilaga að leiða af öðru, Páll?

Þetta viðtal voð Sólveigu var um kjör þeirra sem vinna á niðstu kauptøxtum, ekki hinna sem efra eru. Því er svolítið langsótt hjá þer að tengja þetta tvennt saman. En kemur svo sem ekki á óvart, miðað við hvað skrif þín um kjarabaráttu virðast vera byggð á vanþekkingu, þvert á flest önnur skrif þín.

Gunnar Heiðarsson, 18.11.2018 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband