Þriðjudagur, 13. nóvember 2018
Þórdís: ekki almannatengill embættismanna
Sömu embættismenn og reyndu að fá okkur til að samþykkja Icesae-lögin freista þess að læða í gegnum alþingi þriðja orkupakka ESB. Til skamms tíma talaði iðnaðarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, eins og hún væri almannatengill embættismanna.
Ekki lengur. Þórdís skynjar andstöðuna við þriðja orkupakkann, sem flytur forræðið yfir raforkumálum okkar til Brussel. Ráðherra gefur til kynna að blekking embættismanna sé að rakna upp.
Ísland er ekki hluti af evrópskum raforkumarkaði. Íslenskir embættismenn eru aftur hluti af samevrópskum valdamarkaði. Trúarsetning valdamarkaðarins er gamalkunn: allt vald til Brussel. Þetta er sama kenningin og Lenín boðaði fyrir hundrað árum: öll völd til sovétanna.
Icesave-lögin voru mistök vinstrimeirihlutans á alþingi sem þjóðin leiðrétti. Þriðji orkupakki ESB er eitrað peð sem alþingi á ekki að þiggja. Annars verðum við að leiðrétta alþingi, líkt og 2013.
Farið talsvert nærri stjórnarskránni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.