Laugardagur, 10. nóvember 2018
Birgitta boðar nýja stjórnmálahreyfingu
Fyrrum kafteinn Pírata, Birgitta Jónsdóttir, kallar eftir hugmyndum að nýrri stjórnmálahreyfingu þar sem
eiga sér stað samræður alls konar hópa í frjálsu flæði og undir ægishjálmi hins vægðarlausa heiðarleika.
Píratar prófuðu vægðarlaust innanflokksstarf en nú skal heiðarleikinn vægðarlaus. Í stað öfga mætti kannski reyna ígrundun og skynsemi og kurteisa framkomu. En þá sæti öfgafólkið heima - virkt í athugasemdum.
Athugasemdir
Það sem Birgitta er að segja er eitthvað á þessa leið í minni endursögn:
Þeir sem flytja inn erlenda ferðamenn sem hafa veitt þúsundum atvinnu sýna vítavert gáleysi. Þeir eru að blöffa. Jörðin er sviðin, hafið er súrt og internetið er orðið að klósetti.
Við stöndum frammi fyrir hlýnun jarðar. Flugvélar menga og eru keyptar á lánum sem þarf að borga seinna. Við erum föst í hugvillunni um að þetta reddist í framtíðinni. Flugvélar geta hrapað og flugfélög geta orðið gjaldþrota. Ekki fara úr landi í flugvél sem eyðir bensíni.
Ég er alveg til í að boða til fyrsta hugarflugsfundar ef nægilega margir upplifa sig í tómarúmi og vita ekki alveg hvar skal byrja. Ég vona að það sé hægt að nota þetta logn á undan storminum til að koma saman hugmyndum að nýrri samfélagsgerð. Hugarflug er lausnin.
Benedikt Halldórsson, 11.11.2018 kl. 00:16
Fyrirsagnir sem komu mér á óvart:
Tvær fyrirsagnir hafa komið mér á óvart s.l. viku:
"Birgitta stofnar nýja stjórnmálahreyfingu."
Og að Icelandair hafi keypt WoW air.
Þegar ég sá/heyrði þessar fyrirsagnir fór eftirfarandi gegnum hausinn á mér:
'Sko, það er ekki fyrsti apríl í dag. Hvað er í gangi?'
Ingibjörg Magnúsdóttir, 11.11.2018 kl. 00:52
Hún er frjó hún Birgitta. - Hefur einhver í afdönkuðum fjórflokkunum, dottið í hug að þeir væru komnir á síðasta söludag og enginn hugsar um að henda gömlu fernunni til að kaupa nýja ?? - Flokkar, bæði til alþingis og borgarstjórnar, hafa áður tapað lestinni á því að hugsa bara um rassgatið á sér í dag en gleyma morgundeginum. - Á því vinnur t.d. hin hugfrjóa Birgitta. Hvaðan skaut Jóni Gnarr upp og varð borgarstjóri ??
Már Elíson, 11.11.2018 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.