Laugardagur, 10. nóvember 2018
ESB deyr, Evrópuherinn er næsta skref
Dauðaferli Evrópusambandsins er viðurkennt af æðstu embættismönnum ESB. Evrópuher er útspil Macron Frakklandsforseta til að búa í haginn fyrir valdakerfi er leysi af hólmi Evrópusambandið.
Á morgun eru 100 ár liðin frá lokum fyrra stríðs. Frakkland og Belgía voru vígvöllurinn. Án stuðnings frá Bretlandi hefði Frakkland tapað fyrra stríði fyrir Þjóðverjum. Aðkoma Bandaríkjanna 1917 geirnegldi tap Þjóðverja.
Með Brexit eru Bretar á leið úr Evrópusambandinu. Bretar ráða yfir næst öflugasta her ESB-ríkja. Það er tómt mál að tala um Evrópuher án aðildar Breta. Hugmynd Macron felur í sér að Evrópusambandið líði undir lok en hernaðarsamvinna Breta, Frakka og Þjóðverja tryggi stöðu Vestur-Evrópuríkja gagnvart Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum.
Bretar eru vanir taktískum hernaðarbandalögum við meginlandsþjóðir. Í Napóleonsstríðum fyrir 200 árum studdu Bretar Prússa gegn Frökkum en Frakka gegn Þjóðverjum í fyrra og seinna stríði. Í millitíðinni stríddu þeir með Frökkum og Tyrkjum á móti Rússum í Krímstríðinu.
Ófriðareldurinn við bæjardyr Evrópu, í Tyrklandi og miðausturlöndum annars vegar og hins vegar í Úkraínu, er hvati gömlu stórveldanna þriggja að auka samstarfið í varnarmálum.
Líkt og ESB er Nató orðið regnhlífasamtök hvers mikilvægi fer óðum dvínandi. Nató getur ekki til lengdar þjónað tveim herrum, Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu.
Nýtt og breytt alþjóðakerfi tekur á sig mynd næstu ár og áratugi. Staða Íslands markast sem fyrr af landfræðilegri stöðu landsins, sögu og menningu. Undir engum kringumstæðum ættum við að leggja lag okkar við deyjandi ESB og losa okkur undan EES-samningnum.
Í varnarmálum er Nató skásti kosturinn en aðeins tímabundið. Þegar kemur að viðskilnaði Bandaríkjanna og Vestur-Evrópuríkja er hag okkar fyrirsjáanlega betur borgið með samningum við Bandaríkin en gömlu nýlenduveldin.
Trump móðgaður út í Macron | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er dálítið hugsi yfir þessari setningu, Páll, og finnst síðari hluti hennar einhvern vegin á skjön við annað sem frá þér kemur. Ert til í að útskýra þetta?
Ragnhildur Kolka, 10.11.2018 kl. 12:40
Mér gengur illa að copera og líma setninguna en þetta er lokasetning næst síðustu málsgreinar í pistlinum.
Ragnhildur Kolka, 10.11.2018 kl. 12:46
NATO er vatikanið og Esb er líka Vatikanið ? Island er Mótmælenda ríki, sem að var komið undir stjórn Vatikansins, þegar að island gekk undir varnarsamningin. það er verið að hafa fólk að fíblúm. Islendingar eiga ekki að vera i ,, SKULDBINDANDI ,, varnarbandalagi og ástæðan er sú að islendingar eiga sjálfir að ákveða það hver óvinurinn er !!!!!! Ekki láta aðra eða washington dc ákveða það fyrir hönd islendinga. Russar eru Grísk kaþolska kirkjan, er Washington dc er Rómversk kaþólska kirkjan, en island er fyrrst og fremst mótmlenda þjoð sem að hefur verið notuð gegn Russneskju þjóðinni, sem að mínu mati ehfur verið undanfarið sýnd yfirgengile lítls virðing. islendingar haga sér eins og gólf druslur, en ekki eins og sjálfstæð þjóð á gera. kv LIG
Lárus Ingi Guðmundsson, 10.11.2018 kl. 14:11
Franskir hafa ekki verið hernaðarlega sinnaðir síðan þeir áttu í erjum við breska fyrr á öldum. Á síðustu öld kom svo erkióvinurinn þeim til aðstoðar gegn þýskum nágranna - tvisvar! Maginot varnarlínan gegn þýskum reyndist svo bara brandari. Einu skotunum sem var hleypt af þar var af amerískum til þess að moka þýskri hersetu út! Hvað er Macron eiginlega að bollaleggja núna?
Kolbrún Hilmars, 10.11.2018 kl. 15:03
,,Undir engum kringumstæðum ættum við að leggja lag okkar við deyjandi ESB og losa okkur undan EES-samningnum."
Við ættum ekki að ganga í ESB og við ættum að segja okkur frá EES-samningnum.
Páll Vilhjálmsson, 10.11.2018 kl. 16:06
Merci monsieur, nú þekki ég aftur Palla minn.
Ragnhildur Kolka, 10.11.2018 kl. 17:58
Tek undir með ykkur Páll og Ragnhildur.
Út úr þessum EES amning sem fyrst.
Merci Mme and M.
Sigurður Kristján Hjaltested, 11.11.2018 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.